Saga - 1987, Page 175
SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA
173
Þá sagði að sá aðili sem gæti haldið uppi útgerðinni væri íslands-
banki. Virtist hann hafa verið ör á peningana við þær stoðirnar á góðu
árunum, en jafnframt lítt afskiptasamur um hvernig þeim var varið.
Nú hefði þetta breyst, og mætti búast við að bankinn reyndi að finna
nýjar „stoðir", en ef flytja ætti bátana burt úr bænum, þá væri það
pólitík.
Þarna kom fyrst fram einhvers konar samsæriskenning hjá forystu-
mönnum Alþýðuflokksins. Þeir töldu að stjórnendur íslandsbanka á
Isafirði hefðu gripið til þess ráðs að stöðva útgerðina til að koma
meirihlutanum í bæjarstjórn á kné.1 Ekki skal um það dæmt hér,
hvers vegna bankinn setti útgerðarmönnum stólinn fyrir dyrnar ein-
mitt um áramótin 1927, en ekki fyrr eða seinna. Þar hefur margt getað
komið til. Þó má ætla að hugmyndir um pólitískt samsæri séu heldur
langsóttar í þessu tilfelli eins og svo mörgum öðrum. Hins vegar var
það ástand sem skapaðist í bænum óspart notað af andstæðingum
Alþýðuflokksins til að koma á hann höggi. Þar áttu stjórnendur
islandsbanka einnig hlut að máli.
Þannig var, að við hlið auglýsingarinnar um sölu skipanna ellefu í
Vesturlandi 20. janúar 1927, birtist löng grein eftir útibússtjóra íslands-
banka, Magnús Thorsteinsson, sem nefndist „Útgerðin og bæjar-
stjórnarmeirihlutinn". Þar var deilt harðlega á forystumenn bæjarins
fyrir að ráðast gegn atvinnurekendum með margvíslegum hætti og
fyrir að sóa fé borgaranna með óþarfa framkvæmdum og nýjum emb-
ættum. Kaup bæjarins á Hæstakaupstaðnum og bryggjunni tóku þó
út yfir allt annað:
Sá leikur sem þeir kommúnistarnir, Finnur Jónsson, séra Guð-
mundur og Vilmundur læknir þá léku, var ljótur og hefi ég
aldrei verið í vafa um að ástæður þeirra fyrir kaupunum voru
þær að þeir sáu - alveg réttilega - að kæmust þau á mundu þau
fyrr eða síðar leiða til þess að hér yrði öllum atvinnurekendum
ólíft.2
Þar með gætu þeir komið að óskabarni sínu, „þjóðnýtingunni eða
bæjarnýtingunni". Syndaregistrið var lengra, en samandregið í lokin
leit það svona út:
1 Hannibal Valdimarsson, 23-24. Kristján Jónsson, 269-270.
2 Vesturland, 20. janúar 1927.