Saga - 1987, Page 176
174
SIGURÐUR PÉTURSSON
En þegar allt kemur saman, hóflaus útsvör, gífurlegir nýir
skattar, margháttuð höft á atvinnurekstrinum, verð- og arð-
rýrnun eignanna, og ofan á allt þetta rógburður og uppæsing
fólksins gegn vinnuveitendum, þá getur hver maður séð, að
sterk bein þarf til að þola slíkt á sama tíma og óviðráðanlegir
örðugleikar herða að frá öllum hliðum.
Og útibússtjórinn klykkti út með því að hvetja „leiðtogana" til að
sanna heilindi sín við alþýðuna og kaupa eitthvað af bátunum og
skapa þannig atvinnu fyrir fólkið. Margir myndu bíða eftir því hvern-
ig þeir brygðust við þessari áskorun.
Ekki gátu leiðtogar Alþýðuflokksis svarað þessu kalli, enda sjálf-
sagt ekki verið búist við því. Þeir reyndu eftir mætti að svara fyrir sig
í Skutli og bera af sér sakirnar. Sögðu þeir að ..lengi hefði verið aug-
ljóst að braskið væri á beinni leið til tjóns og töpunar." 1 Annars töldu
þeir sig hafa stjórnað bænum af öryggi og treyst fjárhag hans veru-
lega, á meðan íhaldið hefði siglt atvinnurekstrinum í strand. í útgerð-
armálunum sáu alþýðuflokksmenn þá leið vænsta að skora á stjórn-
völd að hlutast til um að útgerðinni yrði haldið gangandi til að koma
í veg fyrir atvinnuleysi í bænum.2
Úrslit í bæjarstjórnarkosningunni urðu þau að Alþýðuflokkurinn
hlaut 373 atkvæði, en íhaldsmenn 271 atkvæði. Höfðu hinir síðar-
nefndu bætt við sig nokkru fylgi frá árinu áður, en ekki svo að þeir
ógnuðu veldi jafnaðarmanna í bænum.3 Þannig lauk þeirri orrustu,
en á forystumönnum Alþýðuflokksins brunnu margar .spurningar
um framtíð atvinnulífs í bænum, og hvaða ráð þeir hefðu því til efl-
ingar.
Alþýðuflokkurinn og atvinnumálin
„Á rústum spilaborgar samkeppninnar reisir alþýðan með lýð-
stjórn og óeigingirni veglegt musteri samvinnu og samhjálpar."
(Skutull, 7. desember 1923.)
Alþýðuflokkurinn var stofnaður árið 1916 sem stjórnmálaflokkur
verkalýðshreyfingarinnar. Hann barðist fyrir framgangi jafnaðar-
stefnu, og í atvinnumálum var aðaláhersla lögð á þjóðnýtingu stór-
1 Skutull, 28. janúar 1927.
2 Skutull, 21. janúar 1927.
3 Skututl, 28. janúar 1927.