Saga - 1987, Page 177
SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA
175
reksturs í iðnaði, sjávarútvegi, samgöngum og á fleiri sviðum. Jafn-
framt var lögð áhersla á eflingu samvinnufélagsskapar. Stefna
Alþýðuflokksins var mjög svipuð stefnu sósíaldemókrata annars
staðar á Norðurlöndum á þessum tíma, með þjóðnýtingu og áætlun-
arbúskap að markmiði:1
Verkalýðurinn vill fá að stjórna sér sjálfur. Hann krefst þátt-
töku í stjórn atvinnumála og þjóðmála. Hann krefst þess að
vinnunni verði stjórnað af vísindalegri hagsýni. Hann krefst
réttlátrar skiptingar á arðinum af vinnu sinni.2
Þannig var ritað í Skutul sumarið 1926. En hvernig brugðust
alþýðuflokksmenn við þegar atvinnureksturinn á ísafirði var kominn
í þrot árið 1927?
1 upphafi ársins, þegar „Hinar sameinuðu" lögðu niður rekstur
sinn, buðust eignir fyrirtækisins í Neðstakaupstað til sölu. Pað var
allur Suðurtanginn og strandlengjan neðst á eyrinni, auk íshúss, fisk-
verkunarstöðvar og gamallar hafskipabryggju. Bærinn keypti eign-
ma, en tvö togarafélög buðu á móti honum. Urðu þau að lúta í lægra
haldi. Varð af þessu nokkur hvellur, og þótti nú sýnt að bæjarstjórn-
armeirihluti jafnaðarmanna væri að leggja undir sig atvinnurekstur-
inn í bænum.3 En meirihlutinn fór sér í engu óðslega og lítur allt eins
út fyrir að hann hafi fremur haft í huga að tryggja bænum landrými
°g framtíðarhafnarstæði. Hins vegar átti bærinn nú fullkomna fisk-
verkunarstöð, svo að möguleiki á hvers konar bæjarrekstri var fyrir
hendi.
í hópi alþýðuflokksmanna hafa sjálfsagt allar leiðir verið skoðaðar.
Utgerð og fiskverkun á vegum bæjarins virðist hafa verið nærtækasti
kosturinn og þá togaraútgerð. En ekkert af þessu komst í
framkvæmd. Geta má sér til um ástæður þess. Fiskvinnsla, sem þá
var bundin við saltfiskverkun og togaraútgerð, var mjög fjármagns-
frekt og áhættusamt fyrirtæki. Jafnaðarmann reyndu ætíð að sýna
fram á góðan hag bæjarins undir sinni stjórn og hefur ef til vill þess
vegna ekki þótt fýsilegt að leggja sjóði bæjarbúa í áhætturekstur af
þessu tagi. Þá má hafa í huga að togarar sigldu utan með verulegan
hluta aflans, en lönduðu ekki í heimahöfn, svo sem algengast var
1 Skúli Þórðarson: „Alþýðusambandið fimmtugt", 18 og 22.
2 Skutull, 30. júní 1926.
2 Skutull, 22. mars, 2. apríl og 21. maí 1927. Hannibal Valdimarsson, 18-19.