Saga - 1987, Page 179
SAMVINNUFÉLAG ÍSFIRÐINGA
177
Að skipstjórar, u.þ.b. tíu, fái hver í félag með sér vélstjóra
og stýrimann og áhöfn, a.m.k. að hluta, um kaup og rekstur
eins vélskips um 30 smálestir að stærð. Með þessari tilhögun,
þar sem sjómennirnir ættu skipin sjálfir, yrði tryggð góð
útgerð, sparsemi í olíunotkun og góð meðferð veiðarfæra.
Að skipin verði öll af sömu gerð og með samskonar vélar.
Þannig verði umsjón vélanna auðveldari og viðhald og vara-
hlutir margfalt ódýrari.
Að skipstjórarnir eða útgerðarfélögin geri síðan með sér
félag, til dæmis með samvinnusniði. Félagið annist innkaup á
olíu, salti, veiðarfærum og slíku, og sjái um verkun aflans og
sölu. Með sameiginlegum rekstri mætti spara skrifstofu- og
stjórnunarkostnað. Þá gæti félagið rekið íshús og vélaverk-
stæði fyrir bátana, og hægt væri að vátryggja þá sameiginlega.
Á öllu þessu mætti enn spara.
I lokin var bent á að bærinn hefði eignast einhverja bestu fiskverk-
unar- og síldarsöltunarstöð á landinu, með svo góðum kjörum, að
telja mætti víst að slíkt félag fengi þar inni með hagstæðum kjörum.
Tíu skip eins og talað var um myndu kosta 300-350 þúsund krónur.
En tækju allir höndum saman, sjómenn, skipstjórar, bankarnir og
síðast bæjarstjórn og ríkisstjórn, sem veittu ábyrgðir á lánum, þá yrði
slíkt félag mikilsverð reynsla, og síðar öðrum til eftirbreytni og hags-
bóta ef vel tækist til.
Þar með var hugmyndin viðruð. Fátt sést um málið í blöðum næstu
mánuði, en ætla má að ýmislegt hafi verið rætt á bak við tjöldin. Og
síðan var látið til skarar skríða.
111. Félagsstofnun
Samvinnufélag ísfirðinga stofnað
Mál sem alþýðuflokksmenn á ísafirði báru fram áttu oft upptök sín
hjá verkalýðsfélögunum. Þannig var og um Samvinnufélagið. Sjó-
•nannafélag ísfirðinga sendi bæjarstjórn erindi um útgerðarmálin í
desember 1927. Bæjarstjórnin kaus strax nefnd í málið. Hana skipuðu
Eiríkur Einarsson, forystumaður í Sjómannafélaginu, Finnur
Jónsson, formaður verkalýðsfélagsins Baldurs, og Stefán Sigurðsson
lögfræðingur, sem var fulltrúi íhaldsmanna. Nefndinni var falið að
12