Saga - 1987, Page 180
178
SIGURÐUR PÉTURSSON
athuga möguleika á að koma á fót útgerðarfélagi með samvinnu-
sniði.1
Nefndin hélt almennan fund með bæjarbúum þann 15. desember
og var þar samþykkt að kjósa fimm menn til að semja lög og boða til
stofnfundar nýs útgerðarfélags hið allra fyrsta. Undirbúningsstarfið
önnuðust þeir Haraldur Guðmundsson, þingmaður ísfirðinga, Ing-
ólfur Jónsson bæjargjaldkeri, Kristján Jónsson frá Garðsstöðum,
Magnús Ólafsson prentari og Vilmundur Jónsson læknir. Allir voru
þeir í forystuliði Alþýðuflokksins í bænum, nema Kristján sem var
framsóknarmaður. íhaldsmenn höfðu er hér var komið sögu dregið
sig í hlé.
Kristján Jónsson segir í endurminningum sínum, að hann og
Haraldur Guðmundsson hafi mest unnið að lagauppkastinu, en
Vilmundur, Ingólfur og Finnur Jónsson hafi einnig lagt til hugmynd-
ir.2
Samvinnufélag ísfirðinga var stofnað fimmtudagskvöldið 22. des-
ember 1927. Á stofnfundinum voru félaginu sett lög og stjórn kosin til
bráðabirgða.3 Nokkuð fjölmennt var á fundinum og hafði Haraldur
Guðmundsson framsögu um störf undirbúningsnefndar. Pegar kom
að því að undirrita lögin og skrifa sig fyrir framlögum til félagsins
munu flestir fundarmenn hafa yfirgefið salinn, en 19 einstaklingar
skrifuðu sig sem stofnfélaga. Framlög þeirra voru frá 50 krónum og
upp í 2500 krónur, alls 14.650 krónur. í stjórn voru kosnir þeir Harald-
ur, Vilmundur, Kristján, Ingólfur og Eiríkur Einarsson. Daginn eftir
kom stjórnin saman og kaus Harald formann og Vilmund varafor-
mann.4
Listar voru látnir liggja frammi hjá stjórnarmönnum næstu vikur
fyrir þá sem vildu gerast félagsmenn. í marsmánuði 1928 höfðu 136
manns skráð sig í félagið og lofað 36 þúsund króna framlagi.5
Félagsmenn í Samvinnufélagi ísfirðinga gátu allir sjómenn og
verkamenn orðið gegn 10 króna inntökugjaldi og loforði fyrir 50
1 Skutull, 17. desember 1927.
2 Kristján Jónsson, 270.
3 Fundagjörðabók S.Í., 22. desember 1927. Skutull, 23. desember 1927. Kristján
Jónsson, 270.
4 Fundargerð 23. desember 1927.
5 Fundargerð 24. mars 1927.