Saga - 1987, Page 181
SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA
179
króna framlagi fyrir árslok 1929.1 Einnig aðrir sem undirrituðu félags-
lögin, greiddu sömu gjöld og stunduðu ekki atvinnurekstur í sam-
keppni við félagið. Ennfremur þeir sem áttu eða vildu eignast skip
eða hlut í skipi sem skipti við félagið gegn 100 króna lágmarksfram-
lagi.
I lögum félagsins sagði að hlutverk þess væri að útvega félags-
mönnum skip til fiskveiða og vinna að því að samræma allan búnað
þeirra. Skipin skyldi afhenda félagsmönnum á kostnaðarverði, og
áttu eigendur hvers skips að mynda með sér bátsfélag. Voru þau
skyldug að láta Samvinnufélagið sjá um kaup á útgerðarvörum og
verkun og sölu aflans nema stjórnin leyfði annað. Þá átti Samvinnu-
félagið að koma á fót íshúsi, vélsmiðju, veiðarfæragerð, lýsisbræðslu,
fiskimjölsvinnslu og öðrum iðngreinum sem standa í sambandi við
sjávarútveginn. Einnig átti félagið að koma sér upp aðstöðu til verk-
unar afla af bátum félagsmanna.
Þannig voru glæstar hugmyndir uppi um fjölþætta starfsemi Sam-
vinnufélagsins. Ekki komust þær allar í framkvæmd, en félagið rak
saltfiskverkun, íshús, lýsisbræðslu og síldarsöltunarstöð á fyrstu
árum sínum, sá um innkaup á útgerðarvörum og annaðist reiknings-
hald fyrir báta félagsmanna.
Uppbygging félagsins tók mið af samvinnufélögum bænda. Sér-
stakar reglur voru um skiptingu hagnaðar af sölu afurða. Af honum
áttu 20% að ganga til sjómanna, eftir hlut eða kaupi, jafnhátt hlutfall
tíl verkamanna og annarra starfsmanna eftir sömu reglu, og 60% til
eigenda bátanna, eftir afla þeirra. Helmingur þess hluta skyldi lagður
i stofnsjóð sem hluti hvers og eins, en hinn hlutinn greiddur út. Halla
skyldi dreift eftir sömu reglum.
Stofnsjóður var séreign félagsmanna og útgerðarfélaga þeirra. í
hann átti að leggja 2% af viðskiptum vegna útflutnings og 3% af inn-
flutningsverði og síðan 30% af hagnaði eins og áður sagði. Stofn-
sjóðsframlag varð aðeins laust til útborgunar við andlát, brottflutning
°g fleiri slíkar ástæður og til að leggja í skipakaup á vegum félagsins.
í varasjóð félagsins átti að leggja 1% af andvirði allrar vöru keyptrar
°g seldrar og 1% af launum og hlutarupphæð sjómanna og verka-
uianna í félaginu. Einnig átti að leggja í varasjóð hagnað af verslun
^álagsins með útgerðarvörur og ágóðahlut þeirra starfsmanna sem
r Skutull, 23. og 31. desember 1927. (Lög félagsins birt í heild.)