Saga - 1987, Side 183
SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA
181
félagsmanna í Samvinnufélagi ísfirðinga, allt að 320 þúsund kr., eða
4/5 hlutum af kaupverði skipanna hið mesta. Lánin skyldu tryggð
með fyrsta veðrétti í skipunum og sjálfskuldarábyrgð eigenda.1
Framsóknarmenn féllust á tillöguna með þeirri breytingu, að ísa-
fjarðarkaupstaður gengi í ábyrgðina ásamt eigendum skipanna á
undan ríkissjóði og að ríkisstjórnin samþykkti forstöðumann félags-
ins og endurskoðanda.2
Mál þetta varð tilefni nokkurra umræðna í neðri deild þingsins í
mars 1928. Framsóknarráðherrarnir mæltu með samþykkt tillögunn-
ar. Þeir töldu hér vera á ferðinni merkilega nýjung í sjávarútvegi
landsmanna og minntust sérstaklega á skyldleika Samvinnufélagsins
við kaupfélögin og önnur framleiðslusamvinnufélög bænda. Töldu
þeir tíma til kominn að svipuð skipan kæmist á hjá sjómönnum og
bændur landsins hefðu tekið upp með góðum árangri.3
Haraldur Guðmundsson mælti fyrir málinu í ítarlegri ræðu. Hann
iýsti tildrögum og öllum aðdraganda að hinu nýja útgerðarfélagi,
skipan þess og hvernig þessi nýlunda í útgerðarháttum væri hag-
kvæmari en sá háttur er ríkt hefði. Þá hélt hann því fram að þörf væri
a uppstokkun útgerðarmála í landinu yfirleitt.4
Andmæli gegn ábyrgð ríkissjóðs Samvinnufélaginu til handa urðu
ekki mikil, en þó gerðu þrír þingmenn athugasemdir. Magnús
Guðmundsson, þingmaður Skagfirðinga, varaði sérstaklega við því
fordæmi sem þarna væri gefið. Þá töluðu þeir Ólafur Thors og Jóhann
Jósefsson, þingmaður Vestmannaeyja, gegn tillögunni og töldu
hana mismuna útgerð landsmanna.5
Við atkvæðagreiðslu var tillagan samþykkt með 17 atkvæðum gegn
11, að viðhöfðu nafnakalli. Hrein skipting varð í atkvæðagreiðslunni
uiilli Alþýðuflokks og Framsóknarflokks annars vegar, og stjórnar-
andstöðunnar, íhaldsflokksins, hins vegar.6 Það var sem feginsstuna
shgi frá brjósti kratanna ísfirsku þegar þessi úrslit lágu fyrir, og Skut-
uU sagði: „Öllum góðum ísfirðingum er þessi samþykkt gleðiefni." 7
1 Alþingistíðindi 1928 A, þskj. 435 nr. XCIII.
2 Alþingistiðindi 1928 A, þskj. 460, IV.
3 Alþingistíðindi 1928 B, 944-945, 968-970, 1026-1028.
4 Alþingistíðindi 1928 B, 947-966.
5 Alþingistíðindi 1928 B, 974-975, 983-985, 1044-1046.
s Alþingistíðindi 1928 B, 1054.
7 Skutull, 16. mars 1928.