Saga - 1987, Page 184
182
SIGURÐUR PÉTURSSON
Bátarnir smíðaðir
Nú var þegar hafist handa um að útvega félaginu skip. Á aðalfundi
Samvinnufélagsins 9. maí lagði stjórnin fram áætlun um skipakaup,
sem var samþykkt. Par var gert ráð fyrir að smíðaðir yrðu fimm vél-
bátar um 37 tonn að stærð, tveir línuveiðarar nokkru stærri og loks
nokkrir minni vélbátar. Áður hafði verið leitað tilboða í smíði vélbáta
í Svíþjóð, Danmörku, Noregi og einnig á Bretlandseyjum og nokkur
svör borist. Pá var leitað eftir lánafyrirgreiðslu til smiði innanlands,
en ekki þótti það lofa góðu. Pví var afráðið að reyna að semja við ein-
hverjar véla- og skipasmiðjur á Norðurlöndum um smíði fimm vél-
báta.1
Samið var við fimm skipstjóra, að þeir keyptu skip á vegum félags-
ins í félagi við fleiri einstaklinga, og var sótt um ríkisábyrgð fyrir 200
þúsund krónum vegna þessa. Finnur Jónsson póstfulltrúi og bæjar-
fulltrúi með meiru var ráðinn til starfa fyrir félagið til að sjá um inn-
köllun á stofnframlögum og til að vinna að skipakaupum.2
í byrjun júní héldu þeir Finnur Jónsson og Eiríkur Einarsson, sem
var ráðinn eftirlitsmaður félagsins við skipasmíðina, út til Danmerkur
og Svíþjóðar til samninga við þarlenda vélaframleiðendur. Komu þeir
til Kaupmannahafnar 11. júní, og sátu þá þegar fyrir þeim útsendarar
frá tveimur vélaframleiðendum. „Vildu þeir taka á móti okkur eins og
þeir ættu í okkur hvert bein, en við stungum af inn í borgina með Ein-
ari Olgeirssyni er komið hafði til að taka á móti okkur," sagði í skýrslu
Finns um skipakaupin.3
Þeir félagar fóru síðan til Svíþjóðar og Noregs til að skoða vélaverk-
smiðjur og skipasmíðastöðvar og ræða tilboð. Tveim vikum seinna
vóru þeir aftur í Flöfn og báru saman tilboð dönsku og sænsku verk-
smiðjanna, en samkeppni milli þeirra var mjög hörð. Að lokum var
samið við sænsku vélaverksmiðjuna Svenska Maskinverken um
smíði fimm Ellwe-díselvéla, 90 hestafla, og smíðastöð í Risör í Noregi
um sjálfa bátasmíðina. Skipin skyldi afhenda eftir fimm mánuði. Lán
fékkst í Svíþjóð fyrir milligöngu vélaverksmiðjunnar fyrir helmingi
1 Fundargerð 9. maí 1928, 24. mars og 3. maí s.á. Skýrsla um skipakaupin fyrir Sam-
vinnufélagsmenn.
2 Fundargerð 13. og 28. maí 1928.
3 Skýrsla um skipakaupin fyrir Samvinnufélagsmenn.