Saga - 1987, Page 186
184
SIGURÐUR PÉTURSSON
„Birnirnir" voru síðan skipastóll Samvinnufélags ísfirðinga í tæpa
tvo áratugi. Fylgdi gifta áhöfnum og skipstjórum þeirra alla tíð. Félag-
ið varð þó fyrir því áfalli að missa ísbjörn 7. mars 1940, er hann
strandaði austan við Skálavík í norðaustanstórviðri. Mannbjörg varð
og þótti hin mesta mildi.1
Pá er næst að líta á hvernig Samvinnufélaginu gekk útgerð hinna
nýju báta og hvort félaginu, sem átti að hringja inn nýjan tíma í
sjávarútvegi landsmanna, tókst að láta rætast þær vonir sem við það
voru bundnar.
IV. Útgerð í ólgusjó
Ágóði ú fyrstci ári
Fyrsta starfsár félagsins, árið 1929, varð því hagstætt. Bátarnir fimm
héldu á veiðar í ársbyrjun og voru á línu fram á vor, er farið var á síld.
Um haustið var veiddur smokkfiskur í beitu í tvær til þrjár vikur, en
síðan var aftur róið með línu fram til áramóta.2 Pannig var árinu skipt
milli þorskveiða og síldveiða.
Vetrar- og vorvertíðin gengu bærilega, hagnaður varð af síldveið-
unum, en haustvertíðin brást. í heildina varð hagnaður af útgerð
fjögurra báta, en tap á einum. Auðbjörn hóf veiðar um haustið, og
varð af honum tap, en Gunnbjörn kom ekki fyrr en í desember og fór
ekki á veiðar fyrr en á næsta ári.
Samvinnufélagið tók á leigu íshús og fiskverkunarstöð bæjarins í
Neðstakaupstað. íshúsið var notað til geymslu á beitu fyrir bátana, og
afli þeirra var verkaður á vegum félagsins. Síldaraflinn var hins vegar
lagður upp hjá öðrum verkendum á ísafirði og á Norðurlandi. Þorsk-
aflinn var saltaður um borð og vigtaður er hann hafði staðið í um
vikutíma í landi. Tók félagið á móti 1590 tonnum til verkunar á árinu.
Síldarafli bátanna varð 8941 tunna af saltsíld og beitusíld, en 14.995
mál af bræðslusíld. Gekk vel að selja saltfiskinn, og var verðlag hátt,
en fór þó lækkandi er leið á árið.
Hagnaður af rekstri félagsins árið 1929 varð 17.696 krónur, og töld-
1 Skýrsla um störf S.í. árið 1940. Hannibal Valdimarsson, 30-31. Sjómannablaðið Vík-
ingur, júlí 1940, 22.
2 Skýrsla um starf S.í. árið 1929.