Saga - 1987, Page 191
SAMVINNUFÉLAG ISFIRÐINGA
189
útflutninginn. Árið 1934 starfaði milliþinganefnd um sjávarútvegs-
mál á vegum alþingis og lagði hún fram tillögur sínar um haustið. Par
var meðal annars lagt fram frumvarp um Skuldaskilasjóð vélbátaeig-
enda, sem settur var á stofn árið eftir. Sjóðurinn veitti eigendum vél-
báta lán og aðstoð til að ná samningum við stærstu lánardrottna um
eftirgjafir skulda og hagkvæmari lánskjör.1
Eins og mörg útgerðarfyrirtæki í landinu, sótti Samvinnufélag
ísfirðinga um lán úr sjóðnum. Fékk félagið eitt hundrað þúsund krón-
ur að Iáni til að grynnka á skuldum sínum og samdi um leið við helstu
veðhafa. Pá fékk félagið einnig lán úr Fiskveiðasjóði til tíu ára, að
upphæð kr. 118.000, til að greiða óhagstæðara bankalán í Svíþjóð sem
tekið var við kaupin á bátum félagsins. Eftir að eignir félagsins voru
metnar upp við skuldaskilin töldust þær 447.600 króna virði, en veð-
skuldir 291.178 krónur fyrir utan lán skuldaskilasjóðs, 100.000 kr.
Skuldirnar voru því alls 391.178 krónur eða 87% eignanna. Félagið
hafði því verið rétt við og gat haldið áfram rekstri sínum.2
Eftirmál urðu nokkur út af skuldaskilum Samvinnufélagsins. Félag-
ið hafði ekki staðið í skilum við fyrri eigendur bátanna, sem höfðu
skuldabréf í höndum fyrir skuld félagsins. Við skuldauppgjör
Skuldaskilasjóðs voru veðhöfum greidd vanskil, en almennum kröfu-
höfum var aðeins greitt 5% af kröfum sínum. Skuldabréfaeigendur
voru í þeim hópi. Olli þetta óánægju margra og kostaði málaferli fyrir
dómstólum. Féll dómur félaginu í óhag,3 og var þá opin leið til að
ganga að félagsmönnum í Samvinnufélaginu til greiðslu á skuldun-
um, því að þeir báru „einn fyrir alla og allir fyrir einn" ábyrgð á skuld-
um félagsins, eins og sagði í lögum þess. Aðalfundur árið 1937 breytti
þessu ákvæði félagslaganna, og var ábyrgð hvers félagsmanna eftir
það takmörkuð við 300 krónur.4
Alþingi kom félaginu til bjargar er það samþykkti í maí 1938 heim-
ild fyrir ríkisstjórnina,
að hlutast til um, að stjórn Fiskveiðasjóðs íslands verji til út-
lána ... allt að 90 þús. kr. ... í því skyni að ná fullnaðarsamn-
1 Agnar Kl. Jónsson: Stjórnarráð tslands, 683-685. Sigfús Jónsson: Sjávarútvegur íslend-
'nga... 120-121.
2 Skýrsla um starfsemi S.I. árið 1935. Kristján Jónsson, 273. Hannibal Valdimarsson,
33.
3 Skýrsla um starfsemi S.I. árin 1935 og 1937.
4 Lög S.Í., Rv. 1930. Lög S.Í., Isafirði 1938 (4. gr.J.