Saga - 1987, Page 197
GRYT ANNE PIEBENGA
Gozewijn Comhaer Skálholtsbiskup
1435_1446
í þessari ritgerð lýsir höfundur ævi Gozewijns Comhaers biskups í Skálholti
1435-1446. Bent er á ritgerðir um Gozewijn, en síðan vikið að uppvexti hans.
Fjallað er um áhrif „hinnar nýju trúrækni" (Devotio modema) á Gozewijn og
lýst störfum hans fyrir reglu karþúsa á Niðurlöndum, í Frakklandi og Dan-
mörku og loks farið nokkrum orðum um biskupsdóm hans.
Árið 1876, eða fyrir rúmri öld, birti hollenski kirkjusagnfræðingurinn
Willem Moll ítarlega grein, sem bar heitið „Gozewijn Comhaer, een
Nederlander aan het hoofd der kerk van Ijsland" 1 (Gozewijn Comha-
er» Hollendingur í forystu íslensku kirkjunnar). Hún fjallar um landa
hans, Gozeivijn Comhaer, sem fæddist um 1380 og dó árið 1447, og var
biskup á íslandi á árunum 1435 til 1446.
Áður en þessi grein birtist, höfðu menn ekki gefið Gozewijn Com-
haer mikinn gaum, en hér varð nú breyting á. í Hollandi birtust ágrip
af hinni ítarlegu umfjöllun Molls í nokkrum tímaritum, sem einkum
höfðuðu til kaþólskra lesenda. Á Norðurlöndum birtist ágrip í Nordisk
Mánedsskrift for folkelig og kristelig Oplysning (mars 1877, s. 161-176).
h. Helveg þýddi það og endursagði, og nefndist grein hans: „Gozvin
Komhaer. En Hollænder pá Islands bispestol" (Gozvin Komhaer.
Hollendingur á biskupsstóli á íslandi).
Moll birti grein sína í endurskoðaðri útgáfu árið 1880.2Tildrög þess
yoru þau, að honum hafði verið bent á ýmsa vankanta á henni, og
einnig höfðu honum borist heimildir frá Norðurlöndum. Pannig
höfðu dr. J.G. Burman Bekker frá Kaupmannahöfn og prófessor Ludvig
1 Birtist í Verslagen en Mededeelingen van de Koninklijke Akademie van Wetenschapp-
en- II, VI (1876), s. 48-110.
Kom út í Studien en bijdragen op 't gebied der historische theologie, IV (Amsterdam 1880,
verzameld door W. Moll en J.G. de Hoop Scheffer), s. 145-186.