Saga - 1987, Síða 198
196
GRYT ANNE PIEBENGA
Ludvigsen Daae frá Kristjaníu bent honum á, að í byrjun fimmtándu
aldar hefðu margir af Comhaerættinni búið í Danmörku og Svíþjóð
og stundað þar verslun.
Moll var ljóst, að endurskoðaða greinin var heldur ekki gallalaus.
Hann kaus þó að birta þau gögn, sem hann hafði safnað, og hjálpa á
þann hátt öðrum fræðimönnum, fremur en að halda þeim fyrir sig-
Mörgum spurningum var ósvarað, einkum um þann tíma sem Com-
haer dvaldist á íslandi, þrátt fyrir að Jón Sigurðsson, sem Moll lýsir
sem „lærðum sagnfræðingi í Kaupmannahöfn" ', hefði gefið honum
mikilvægar upplýsingar.
Árið 1926, hálfri öld eftir að fyrri grein Molls birtist, kom út ný rit-
gerð um Gozewijn Comhaer. Hana skrifaði H.H.J. Scholtens, og hét
hún „Gozewijn Comhaer, Karthuizer en bisschop van Ijsland" 1 2 (Goz-
ewijn Comhaer, karþúsi á biskupsstóli á íslandi). Scholtens jók ýmsu
við og endurbætti það sem Moll hafði skrifað, einkum um uppruna
Comhaers og ævi hans sem munks af Karþúsareglu.
Nú, rúmri öld eftir að greinin birtist í Nordisk Mánedsskrift for folkelig
og kristelig Oplysning, hlýtur að teljast tímabært að greina aftur í nor-
rænu tímariti frá því, sem vitað er um þennan Hollending frá síðmið-
öldum. Pað er ekki einungis grein Scholtens, heldur einnig aðrar
rannsóknir, sem gefa efni til þess. Ef til vill verður þessi frásögn síðar
til þess að norrænn sagnfræðingur taki til við að kanna betur íslands-
ár Gozewijns. Enn er nefnilega margt á huldu um þetta tímabil.*
Æskuár, um það bil 1380-1400
Gozewijn Comhaer fæddist í Deventer, sem er um það bil þrjátíu
kílómetrum norðan við Arnhem. Faðir hans, Gerrit Comhaer, var einn
af ríkustu og virtustu mönnum bæjarins. Hann var gullsmiður og
gegndi einnig mikilvægum störfum við stjórnsýslu héraðsins. Móðir
Gozewijns hét Bertha, og það er hið eina sem um hana er vitað. Hún
dó um 1408. Gerrit Comhaer kvæntist aftur skömmu síðar stúlku,
1 Studién en bijdragen op 't gebied der historische theologie, s. 159, 2. neðanmálsgrein.
2 Þessi grein er í Archief voor de geschiedenis van het aarlsbisdom Utrecht, 52 (1926), s.
101-156.
’ Björn Þorsteinsson prófessor getur nokkuð um Gozewijn Comhaer í riti sínu Enska
öldin, sbr. nafnaskrá þess undir Godsvin, Skálholtsbiskup.