Saga - 1987, Page 199
GOZEWIJN COMHAER SKÁLHOLTSBISKUP 1435-1446
197
sem var tæpra tólf ára, og var því ekki aðeins miklu yngri en eigin-
maðurinn, heldur var hún einnig yngri en stjúpsonurinn.
Lítið er vitað um æsku Gozewijns, en öllu meira um umhverfi
hans. Deventer, bærinn við IJssel, var mikilvæg miðstöð verslunar og
menningar á síðmiðöldum. Hann var Hansaborg og tengdi saman
verslunarleiðir um Rín og Eystrasalt, og hann var verslunarmiðstöð
fyrir austanvert Holland og Vestur-Þýskaland. Auk þess varð
Deventer á síðari hluta fjórtándu aldar, eða um það leyti sem Goze-
wijn fæddist, miðstöð nýrrar hreyfingar í trúmálum. Geert Grote, einn
áhrifamesti frumkvöðull þessarar hreyfingar, sem hefur verið kölluð
„Devotio Moderna" (Hin nýja trúrækni), fæddist í Deventer og dó
þar árið 1384. „Devotio Moderna" breiddist út frá Deventer og öðrum
bæjum við IJssel um Niðurlönd og Þýskaland. Einkenni þessarar
hreyfingar voru, að fylgismenn hennar sóttust eftir „innileika", eftir
guðrækni, sem höfðaði til einstaklingsins, og að þeir mátu meir að
ástunda dyggðugt líferni en guðfræðilegar hugleiðingar.
Gozewijn hlýtur að hafa aðhyllst þessa hreyfingu frá unga aldri.
Faðir hans var í nánu sambandi við nokkra lærisveina Geert Grotes
°g veitti rausnarlega fé til nunnuklausturs, sem fylgismenn „Devotio
Moderna" stofnuðu í nágrenni Deventer. Og í Deventer sá hinn ungi
Comhaer, hvernig alls konar fólk, sem áður lifði í vellystingum,
reyndi nú frómt og auðmjúkt að fylgja Kristi. Sumir héldu við fjöl-
skylduböndum, en margir sóttu um inngöngu í eitthvert hinna svo-
nefndu bræðra- eða systrahúsa, þar sem hver stundaði reyndar sína
vinnu, en allar eignir voru sameiginlegar.
Gozewijn var af auðugum ættum. Honum stóðu allar dyr opnar,
hvort heldur að taka við blómlegu fyrirtæki eða til náms, sem greiddi
honum leið að einhverju starfi. í fæðingarbæ sínum og á heimilinu
hafði hann næg tækifæri til að kynnast hinu veraldlega lífi. Þrátt fyrir
þetta valdi hann sér allt aðra lifnaðarhætti - líferni sem beindist frem-
ur að lífinu handan hins jarðneska.
í Zelem, 1400-1415
Skömmu fyrir 1400 sótti Gozewijn um inngöngu í klaustur, sem
nokkrir af lærisveinum Geert Grotes höfðu stofnað árið 1386. Klaustr-
'ð var í Windesheim við Zwolle, sem er um það bil tíu kílómetrum
uorðan við Deventer. En Gozewijn varð frá að hverfa, því að honum