Saga - 1987, Síða 200
198
GRYT ANNE PIEBENGA
var hafnað. Ástæðan var sögð sú, að hann væri of ættgöfugur og fjöl-
skylda hans of auðug. Gozewijn urðu þetta vonbrigði, en hann gafst
ekki upp. Ekki er þó vitað, hvort hann reyndi fyrir sér víðar í ná-
grenni fæðingarbæjarins. Með vissu er það eitt vitað, að loks árið 1400
gekk hann í karþúsaklaustrið í Zelem við Diest, sem er á Niðurlönd-
um sunnanverðum (nú Belgíu), um sextíu kílómetrum norðaustan
við Brussel.
í ljósi þess, hve náin tengsl eru milli karþúsareglunnar og „Devotio
Moderna", skilst, hvers vegna Gozewijn, sem hafði ekki haft heppn-
ina með sér í Windesheim, leitaði nú inngöngu í karþúsaklaustur.
„Devotio Moderna" var að vissu leyti sprottin upp úr karþúsaregl-
unni. Aðalstofnandinn, Geert Grote, dvaldist nokkur ár í einu af
klaustrum reglunnar og mun þar hafa mótað með sér þær skoðanir,
sem urðu forsenda „Devotio Moderna". Og þegar fylgismenn Grotes
stofnuðu klaustur, sóttu þeir í smiðju karþúsa og gerðu margar reglur
þeirra að sínum.
Pað var þessi klausturregla, sem á 14. og 15. öld taldist mjög
ströng, sem varð til þess að veita Gozewijn viðtöku. Eftir reynsluvist-
ina hagaði hann lífi sínu að hætti annarra karþúsamunka og dvaldist
því í klefa sínum mestan hluta dagsins. Klefi er raunar varla rétt-
nefni, því að klefi í karþúsaklaustri var ekki einungis setustofa og
svefnherbergi, heldur einnig vinnustofa og geymsla fyrir eldivið og
þess háttar. í þessari vistarveru baðst Gozewijn fyrir, las, vann, svaf
og neytti matar. Vinnan fólst í að afrita handrit. Hann yfirgaf klefa
sinn einungis tvisvar á dag, er hann fór til tíða með hinum munkun-
um.
Þau ár, sem Gozewijn dvaldist í klaustrinu í Zelem, afritaði hann
ekki einungis handrit, hann skrifaði einnig sjálfur. Hann mun sam-
kvæmt heimildum meðal annars hafa skrifað þar skýringarrit „super
oratione dominica" (við Faðirvorið).1 En engin verka hans hafa varð-
veist.
Árið 1407 eða 1408 varð breyting á högum Gozewijns. Hann var
kjörinn príor klaustursins og þeirri stöðu fylgdu margvísleg verkefni,
fyrst og fremst kirkjuleg. Auk umsjár eigin klausturs hafði Gozewijn
umsjónar- og eftirlitsskyldur við nunnuklaustur í nágrenninu. Einnig
1 Sjá Th. Petreius, Bibliotheca Carlusiana, sive illustrium sacri Cartusiensis ordinis script-
orum catalogus, Coloniae 1609, s. 108-109.