Saga - 1987, Side 201
GOZEWIJN COMHAER SKÁLHOLTSBISKUP 1435-1446 199
mun hann stöðu sinnar vegna hafa farið oft til La Grande Chartreuse,
sem var móðurklaustur karþúsareglunnar í frönsku Ölpunum. Frá
1378 til 1410 höfðu reglubræður skipst í tvo hópa vegna kirkjusundr-
ungarinnar miklu, en eftir að einingu var aftur komið á, var allsherjar-
þing klaustranna haldið þar árlega. Auk kirkjulegra verkefna fékkst
hann einnig við veraldleg mál. Til dæmis gerðist Gozewijn sáttasemj-
ari milli hertogans af Brabant, héraðsins umhverfis Zelem, og kon-
ungsins í Bæheimi. Að sögn annálsritara karþúsareglunnar var það
fyrst og fremst til að komast hjá að verða gæðingur hertogans, að
Gozewijn baðst lausnar frá príorsembættinu árið 1415 og fór fram á að
fá að flytjast til La Grande Chartreuse.1 Aðalástæðan gæti vel hafa
verið sú, að hann gerði sér Ijóst, að einungis með því að verða aftur
óbreyttur munkur, mætti honum auðnast að lifa lífi sínu í kyrrð og
íhugun.
Meðan Gozewijn var príor lágu leiðir hans ekki einungis suður á
bóginn, heldur einnig í norðurátt. Pá heimsótti hann föður sinn, Ger-
rit Comhaer, sem hafði flust til Danmerkur eftir að hann féll í ónáð hjá
biskupnum í Utrecht. Á 14. og 15. öld höfðu hollenskir kaupmenn
gott orð á sér á Norðurlöndum, einkum í Danmörku, og Gerrit Com-
haer hefur vafalaust oft átt skipti við Norðurlandabúa í Hansaborg-
inni Deventer.
í Danmörku tók Gerrit Comhaer aftur að stunda gullsmíðina. í
helstu heimildinni um hann segir, að Eiríkur af Pommern, Danakon-
ungur, hafi verið honum mjög velviljaður og metið mikils færni hans
sem gullsmiðs. Hafi hann þess vegna gert hann að forstöðumanni
myntsláttu sinnar.2 Sagt er, að Gerrit Comhaer hafi í þessari stöðu
fíjótlega orðið jafn ríkur og hann var áður. En ekki naut hann lengi
góðrar stöðu sinnar, því að hann dó árið 1415 í Lundi, þar sem hann
bjó síðustu árin með ungri hollenskri eiginkonu sinni.
Ekki er þess getið í heimild þeirri, er greinir frá heimsókn Goze-
wijns til föður síns í Danmörku, hvort erindi ferðarinnar hafi einung-
is verið að hitta fjölskylduna. Svo hefur líklega ekki verið, og Goze-
wijn hefur, eins og Scholtens sýnir fram á í grein sinni, einnig haft í
1 Sjá Le Couteulx, Annales Ordinis Cartusiensis ab anno 1084 ad annum 1429 VII (Mon-
strolii 1890), s. 357.
2 Hér er um að ræða ævisögu konu hans. Hún er ásamt fleiri æviminningum varð-
veitt í handritinu Van de doechden der vuriger ende stichtiger susteren van Diepenveen,
D.A. Brinkerink gaf út, Groningen 1904.