Saga - 1987, Síða 205
GOZEWIJN COMHAER SKÁLHOLTSBISKUP 1435-1446
203
safna. Þessi skjöl greina frá ýmsum atburðum, en lýsa lítt Gozewijn
sjálfum. Finnur Jónsson hefur heldur ekki getað brugðið upp neinni
mynd af manninum Gozewijn í íslenskri kirkjusögu sinni. Hann
dregur saman það, sem gerðist á embættisferli hans og endar svo frá-
sögnina stutt og laggott: „Gotsvinnus, Skálholti episcopus, vir fuit
nec malus nec officii omnino negliens",1 eða með öðrum orðum:
<,Gozewijn Skálholtsbiskup var ekki vondur maður og vanrækti alls
ekki skyldur sínar".
En til eru heimildir, sem segja frá manninum Gozewijn. í ævisögu
stjúpmóður Gozewijns er sagt, að hann hafi verið vitur maður og
skynsamur og að Jesús Kristur hafi verið honum fyrirmynd í öllu,
sem hann tók sér fyrir hendur.2 Og í annálum karþúsa er þess getið,
að meðan hann var biskup á íslandi, hafi hann ótilneyddur klæðst
kufli karþúsamunka og verið í grófgerðum klæðum undir. Hann hafi
heldur ekki neytt kjöts.3
Einnig má kynnast Gozewijn með því að kanna betur æviferil hans.
Hann virðist annars vegar maður sem leitar kyrrðar klaustursins, og
hins vegar lætur hann af ýmsum ástæðum til leiðast að hverfa þaðan.
Erá Zelem vegna þess að hann var valinn príor, frá La Grande Char-
heuse af því að hann var kjörinn prókúrator og síðar biskup.
En best kynnumst við honum af heimild, þar sem hann heldur
sjálfur á penna. Þar er um að ræða eitt hinna þriggja aflátsbréfa, sem
hann gaf út vorið 1446 til nokkurra klaustra í og við Deventer.4 í bréf-
inu eru um fimmtíu reglur, sem Gozewijn telur að menn ættu aö lifa
eftir. Efnislega er þetta bréf greinilega frábrugðið þeim aflátsbréfum,
sem tíðkuðust á þessum tíma. í þeim er yfirleitt rætt um þá skyldu að
sækja messur, að biðja bænir sínar og að gefa peningagjafir, en í
þessu aflátsbréfi er heitið fjörutíu daga afláti5 þeim sem ekki fer með
slaður, þeim sem tekur vel ofanígjöfum, þeim sem er staðfastur gegn
freistingum, þeim sem játar syndir sínar einnig utan sknfta, þeim
Sem hjálpar sjúkum, eða léttir geð þess, sem er reiður eða leiður, og
Þeim sem leitast við að bæla niður óþolinmæði sína og óánægju.
1 Finnur Jónsson: Historia Ecclesiae Islandiae, Havniae 1774, II, s. 477.
\ Sarnanber 2. neðanmálsgrein bls. 199.
3 sjá N. Molin, Historia Cartusiana, Tornaci 1906, I, s. 450, II, s. 14B-14V
4 þessi aflátsbréf eru prentuð í Studien en bijdragen op 't gebied der histonsche theolo8'e
(Amsterdam 1880, verzameld doorW. Mollen J.G. de HoopScheffer), s. 187-206.
Sem biskup hafði Gozewijn vald til að lofa 40 daga afláti.