Saga - 1987, Blaðsíða 207
BERGSTEINN JÓNSSON
íslenzkar ævisögur
Hugleiðingar í tilefni af sjálfsævisögu
Halldórs E. Sigurðssonar
I. í FÓSTRI HJÁ JÓNASI. Reykjavík 1985. 255 bls., þar af
myndir á 32.
II. BILIN Á AÐ BRÚA. Reykjavík 1986. 277 bls., þar af
myndir á 24.
Undirfyrirsagnir beggja binda: Halldór E. Sigurösson
rekur minningar sínar. Andrés Kristjánsson bjó til prent-
unar. Útgefandi Örn og Örlygur.
Þegar menn lesa mat hins glaðbeitta Breiðfirðings Halldórs E. Sigurðssonar
á samtíð sinni og samferðafólki, sjálfum sér og farsælum ferli við fjölbreytileg
störf, er ekki óeðlilegt að huganum verði reikað til sambærilegra verka um og
eftir aðra Islendinga.
Sú var tíðin að sagnaritarar kusu gjarnan að sýna og túlka sem flesta sögu-
lega viðburði í skuggsjá ævisagna. Frá þeim tímum eru konungasögur og
biskupasögur, æviágrip af hetjum og heilögu fólki, ættrakningar hirðstjóra,
sýslumanna, skólameistara, presta eða annarra sem áttu að leiða lýðinn eða
að minnsta kosti ganga á undan samferðamönnum sínum sem lýsandi fyrir-
ntynd. Jónas Jónsson, sem með ýmsum hætti átti þátt í að móta söguskoðun
flestra íslendinga sem komizt hafa til vits og ára eftir 1914, hélt því fram að
bezt yrði þjóðarsagan sögð, skýrð og skilin, ef hún birtist í ævisögum þeirra,
sem helzt hefðu borið af um sína daga. Ekki er mér kunnugt um málsmet-
andi fólk, núlifandi, sem svona langt vill ganga, en sannarlega eru þeir fjöl-
ntargir sem naumast lesa önnur rit um söguleg efni en ævisögur í einhverju
formi.
Haft hefur verið fyrir satt að upprunalegasta frásagnarlist sé að finna í
minningum roskins fólks, sem rifjar upp liðna atburði og segir frá minnis-
stæðu fólki, sem á leið þess hefur orðið. Snemma bar svo við að pennafært
fólk eða ritglatt tók sér fyrir hendur að festa á bókfell, blað eða annars konar
•eturfleti ýmiss konar minningabrot. Sumir voru þá e.t.v. að reka af sér
ámæli; aðrir höfðu lifað svo stór tíðindi að þeir fengu ekki orða bundizt; enn
voru þeir, sem með þessu móti hugðust hafa ofan af fyrir sér og sínum, ef
ekki beinlínis að skemmta öldum og óbornum um Ieið og þeir ornuðu sjálf-
um sér við ylinn af eldi eigin minninga. Loks voru þeir sagnaritarar ófáir sem
eins og Jónas töldu sögur af merku fólki áhrifamikið uppeldisméðal, og bæði
fniklir menn og smærri spámenn réðu ritfæra menn til þess að varðveita