Saga - 1987, Blaðsíða 211
BJÖRN S. STEFÁNSSON
Ef Danir stjórnuðu
Hænanhéraði í Kína
Þótt endurreist alþingi hefði ekki vald til að setja lög fyrr en 1874, urðu þing-
störfin þjálfun í stjórnmálum, ekki sízt þar sem ágreiningur var við dönsk
stjórnvöld. Slíkur ágreiningur herti íslendinga í baráttunni fyrir endurheimt
'öggjafarvalds. Án hans hefði ekki verið eins mikil ástæða til að heimta lög-
gjafarvald.
Guðmundur Hálfdanarson rekur í grein um einstaklingsfrelsi og takmörk-
un giftinga (Tímarit Máls og menningar, 4. hefti, 1986) ágreining á alþingi
um takmörkun öreigagiftinga. Greinargerð hans varðar þær hugmynir, sem
nrenn játuðu um farsælt líf og mannlegt félag, og hvort afstaða þingmanna í
málinu hefði verið i samræmi við þær játningar.
Tímarnir voru miskunnarlausir. Efnahagsmál voru raunar öll upp á Iíf og
dauða, og ólíkt því, sem nú er, þar sem það er frekar sjaldan, að efnahagsmál
kosti menn lífið. Hvorir voru miskunnarlausari, þeir sem voru hollir lögmáli
hinna nýju tíma í Danmörku um einstaklingsfrelsi, eða þeir sem Iétu ótta
sinn við ómagabyrði ráða afstöðu sinni?
Það var ekki verkefni Guðmundar að taka afstöðu til þess eða benda á ein-
hverja þriðju lausn. Raunar er lesandi engu nær um það hjá hvorum málsað-
ilanum samúð hans var, og Iíkar mér það vel í slíkri greinargerð.
Lestur greinarinnar leiðir hugann að afskiptum efnaðra þjóða af fátækum
þjóðum samtímans. í Kína beita stjórnvöld sér mjög gegn bráðræði í hjúskap
°g fólk er látið gjalda tíðra barneigna. Hugsum okkur, að Danir væru settir til
að stjórna þeim málum í Hænanhéraði í Kína og þeir lögbyðu danskan rétt.
Hætt er við, að Hænanbúum þætti danskt frjálslyndi ábyrgðarlaust og teldu
það spilla fyrir bættum efnahag héraðsbúa og velferð að gefa fólki lausan
iauminn um samdrátt og barneignir.
Guðmundur minnir í grein sinni á, hversu mjög fólki hafði fjölgað upp úr
ruiðri 19. öld. Gerir hann ráð fyrir, að það hefði leitt til þess, að jarðir hefðu
verið bútaðar niður, ef allt þetta fólk hefði fest ráð sitt og Ieitað eftir jarðnæði.
Þessi ályktun hans er mér tilefni til að koma á framfæri við sögufólk athuga-
semd um efni, sem ég veit ekki til, að fjallað hafi verið um í riti.
Um aldir hélzt mikill munur á afkomu milli sveita. Ætla má, að munurinn
hefði jafnazt út, þegar til lengdar lét, ef jörðum hefði mátt skipta eftir fjöl-
skylduástæðum. Þar sem efnahagur var góður og fleiri börn komust á legg,
hefði stundum átt að þykja ráð að skipta jörðinni milli afkomenda. Þá hefði
góðum jörðum fækkað, en fjölgað rýrum jörðum og jafnazt munur á efnahag
14