Saga - 1987, Side 214
212
RITFREGNIR
afmæli borgarstjórnar Reykjavíkur. Páll lýsir innihaldi bæjarfulltrúatalsins í
formála á þessa leið: „Rit þetta hefur fyrst og fremst að geyma æviskrár þeirra
manna, sem kjörnir hafa verið bæjar- og borgarfulltrúar í Reykjavík frá upp-
hafi bæjarstjórnar árið 1836 til ársins 1986, svo og æviskrár þeirra, sem setið
hafa fundi bæjar- og borgarstjórnar sem varamenn frá því, að kosning vara-
fulltrúa var ákveðin í lögum." Pessi þáttur verksins er langviðamestur eða
rúmar 300 blaðsíður.
Þá eru einnig æviskrár þeirra manna sem gegndu starfi kjörborgara (Elig-
erede Borgere) fyrir daga bæjarstjórnar, en þeir voru fyrirrennarar bæjarfull-
trúanna. Hér var aðeins um þrjá menn að ræða, þá Thomas Hendrik Thomsen,
kjörborgara 1834-1836, Einar Jónsson, mats- og kjörborgara 1828-1836, og
Einar Helgason, kjörborgara 1828-1836.
Að lokum eru æviskrár þeirra embættismanna ríkisins, landfógeta og
bæjarfógeta, sem fóru með stjórn bæjarmála á tímabilinu 1786-1908, samtals
17 æviskrár, frá Skúla Magnússyni til Halldórs Daníelssonar. Ennfremur eru
æviskrár þeirra tveggja manna sem gegnt hafa starfi borgarstjóra án þess að
hafa verið bæjar- eða borgarfulltrúar, þeirra Páls Einarssonar og Egils Skúla
Ingibergssonar.
Uppsetning æviskránna er stöðluð þannig, að fyrst kemur fullt nafn; hvort
viðkomandi var varafulltrúi (V.-bftr.) eða aðalfulltrúi (Bftr.); tímabil sem set-
ið var; fæðingardagur, búseta og atvinna foreldra; nám, starf, nefndar- og
stjórnarstörf á vegum borgarinnar, ríkisins eða pólitískra flokka; heiðurs-
merki, ritaskrá; nafn, fæðingardagur, starf og foreldrar maka. Fyrir aftan
hverja æviskrá er tilvísun í heimildir. Eins og nærri má geta eru mismiklar
upplýsingar um hvern og einn, enda nær ritið yfir 150 ár. Fyllstar og sam-
bærilegastar eru upplýsingar frá borgarfulltrúum sem enn eru á lífi og hafa
svarað sömu spurningum. Minni og bláþráðóttari eru upplýsingar um bæjar-
fulltrúa frá 19. öld.
Pað var löngu orðið tímabært að gefa útbæjar- ogborgarfulltrúatal Reykja-
víkur og var vel við hæfi að það kæmi út á 200 ára afmæli kaupstaðarins og
150 ára afmæli borgarstjórnar Reykjavíkur árið 1986. Útgáfa hvers kyns ævi-
skráa og félagatala hefur verið blómleg í áratugi hér á iandi. Torfi Jónsson,
annar höfundur þessa rits, tók til dæmis saman Æviskrár samtíðarmanna I-IH
sem komu út á árunum 1982-1984. Af tilvísunum og heimildaskrá er ljóst að
æviskrár og félagatöl hvers konar hafa komið að góðum notum við samningu
þessa bæjar- og borgarfulltrúatals. Af 395 bæjarfulltrúum eru aðeins 13
(3,29%) sem ekki fá tilvísun til æviskráa eða félagatala eða annarra heimilda
og stafar það af því „að prentaðar heimildir hafa ekki verið tiltækar. Pasr
æviskrár eru byggðar á upplýsingum sem fengnar eru frá þeim sem þ®r
fjalla um, og/eða nánum skyldmennum þeirra." (Bls. 334) Þá segja höfundar
að upplýsingar hafi einnig verið bornar saman við þjóðskrá, bæjarskra
Reykjavíkur, dánarskrá í Almanaki Þjóðvinafélagsins 1930-1965 og dánarskra
Hagstofunnar 1965-1983. Ekki er vísað til þess þar sem það á við. Frum-
heimildir eins og manntöl og prestsþjónustubækur eru vissulega nefndar i
heimildaskrá, en aðeins tvö dæmi eru um að vísað sé til manntals, og hvergi