Saga - 1987, Page 215
RITFREGNIR
213
til prestsþjónustubóka. Ég bar aðeins lítillega saman heimildir og borgarfull-
trúatalið og fann ég eitt dæmi um að ekki var tekið rétt upp úr félagatali (bls.
249).
Ekki er hér á ferð fullkomin æviskrá því nokkuð vantar á sem til siðs er að
hafa í slíkum ritum. Fyrst ber að telja að barna er ekki getið. Það hefði vissu-
lega verið talsvert meira verk að leita uppi öll börn bæjarfulltrúa Reykjavíkur
en fyrir ættfræðinga eru það lykilupplýsingar. Það gæti einnig verið fróðlegt
að sjá hvort og hvernig pólitík „gengur í erfðir." Þó svo að bæjarfulltrúar séu
í einni stafrófsröð og auðvelt að fletta þeim upp þá hefði verið bót að hafa
nafnaskrá með ritinu. 1 nafnaskrá hefðu verið skráðir, auk bæjarfulltrúa, aðr-
lr sem nefndir eru í bókinni.
Það sem sárlega vantar í þessar æviskrár er að geta þess fyrir hvaða flokk
hver fulltrúi var. Höfundar skýra ekki hvers vegna þeir sleppa þessum þætti
°g er það miður. Skortur á þessum upplýsingum rýrir verulega gildi bókar-
innar. Hefði ekki verið notadrýgra að hafa pólitískan stimpil viðkomandi
fulltrúa heldur en að vita hvort hann hefur fengið orður og þá hverjar?
Jón E. Böðvarsson borgarskjalavörður hefur annast útvegun mynda og
notið í því efni aðstoðar Torfa Jónssonar. Sem nærri má geta hefur það verið
snúningasamt. Þó vantar tólf myndir, þar af þrjár af fulltrúum sem voru í
horgarstjórn á síðustu árum eða komu inn við síðustu borgarstjórnarkosn-
ingar (sjá bls. 92, 99 og 262). Þetta hefði ekki þurft að koma fyrir. Aðrar
myndir sem vantar eru af fólki frá 19. öld og er sennilegt að þær séu ekki til
eða að tímafrekt hefði verið að leita af sér allan grun. Sums staðar hefur verið
settur rammi fyrir myndina í umbroti en hún ekki komið, en á öðrum stöðum
Vantar ramma og mynd. Rétt hefði verið að geta þess í formála að ekki hafi
tekist að hafa upp á myndum af öllum fulltrúunum. Auk dagblaðanna útveg-
uðu Árbæjarsafn, skrifstofa alþingis og Þjóðminjasafn flestar myndanna.
Umbrot og uppsetning bókarinnar, sem er af stærðinni 24,5 x 18,5 cm, er góð
en þó skrítið að sums staðar birtist mynd af viðkomandi fulltrúa á næstu síðu
eftir kynningu.
Þetta leiðir hugann að gildari þætti ljósmynda í sagnfræðiritum í dag. Þau
tímarit og sagnfræðirit sem hafa verið gefin út á síðustu misserum gera
myndum hátt undir höfði. í erindum sem Inga Lára Baldvinsdóttir sagn-
haeðingur og Eiríkur Jónsson safnstjóri dagblaðsins DV héldu á ráðstefnu
félagsins Ingólfs um varðveislu skjala, ljósmynda og fornleifa kom fram að
það ríkir ófremdarástand í söfnun og vistun ljósmynda hér á landi (Landnám
hgólfs 3., 1986, 221-230). Það þarf að efla stofnanir eins og Þjóðminjasafnið
þannig að það geti tekið á móti myndum og gegnt þannig hlutverki sínu sem
-miðstöð allrar þjóðminjavörzlu í landinu", svo vitnað sé til þjóðminjalag-
anna.
Það kemur ekki á óvart að konur eru í minnihlutá í þessu riti. Af 395 full-
húum, varamenn þar með taldir, voru 66 konur eða 16,7%. Margir full-
húar hafa bæði verið aðal- og varafulltrúar og hef ég hér talið þá sem aðalfull-
trúa. Ef aðeins eru taldir aðalfulltrúar þá eru konur 13,1% á móti 86,9%
karla.