Saga - 1987, Blaðsíða 216
214
RITFREGNIR
Skipting bæjar- og borgarfulltrúa (Bftr.) eftir kynjum
í aðal- og varafulltrúa (V.-bftr.).
Bftr. Hlutf. V.-bftr. Hlutf. Alls Hlutf.
Karlar 205 51,9% 124 31,4% 329 83,3%
Konur 31 7,8% 35 8,9% 66 16,7%
Samtals 236 59,7% 159 40,3% 395 100,0%
Á tímabilinu 1908 til 1986 hafa 11 manns gegnt starfi borgarstjóra, þar af
tíu karlmenn og ein kona, Auður Auðuns, en hún gegndi því embætti með
Geir Hallgrímssyni árið 1959-1960.
Þessi tafla segir þó ekki til um þann tíma sem fulltrúarnir hafa setið í bæj-
ar- eða borgarstjórn. Varabæjarfulltrúar voru fyrst kjörnir árið 1930 sam-
kvæmt lögum sem sett voru árið 1929. Samkvæmt þeim var ákveðið að vara-
bæjarfulltrúar skyldu vera jafnmargir og kjörnir bæjarfulltrúar af hlutaðeig-
andi framboðslista. Með breytingum á lögum um sveitarstjórnarkosningar
frá 1936 var sett í lög nr. 42 árið 1942 að allir fulltrúar sem ekki næðu kjöri
skyldu teljast varabæjarfulltrúar. Höfundar völdu þá leið að telja ekki alla
varamenn með í þessu riti, heldur tóku þeir með „alla þá varafulltrúa, sem
gerðabækur sýna, að setið hafi á fundi." Þetta er skynsamleg regla, en getur
komið einkennilega fyrir sjónir þegar stöku fulltrúar hafa jafnvel aðeins setið
hluta úr bæjarstjórnarfundi. Ekki hafði undirritaður tök á að kanna hvort
þeirri reglu var fylgt.
Enn minna segir taflan um áhrif fulltrúanna á málefni borgarinnar, enda
eiga slíkar æviskrár ekki að vera pólitískar afrekaskrár.
Bæjar- og borgarfulltrúatalið á eftir að koma að góðum notum sem upplýs-
ingarit og ekki síður sem handbók fyrir ættfræðinga.
REYKJAVÍK. Byggðarstjórn í púsund ár. Saga sveitarstjórnar frá upphafi til 1970
eftir Pál Líndal. Árið 1986 voru liðin 150 ár frá stofnun bæjarstjórnar Reykja-
víkur og þótti við hæfi að gera sögu hennar sérstök skil af því tilefni.
Höfundur lýsir ritinu í formála og segir: „í þessu riti er leitazt við að gera
grein fyrir sögu borgarstjómarinnar, stjórnskipun, stjórnarfari svo og greina
nokkuð frá viðfangsefnum á hverjum tíma." (Bls. 9) Bókin er samin á vegum
sögunefndar Reykjavíkur, en formaður hennar er Davíð Oddsson borgar-
stjóri.
Höfuðáhersla er lögð á tímann frá 1786, en einnig er gerð grein fyrir sögu
hreppanna og framfærslumálum frá landnámi til stofnunar kaupstaðar í
Reykjavík. Tímabilinu frá 1786 til 1970 er skipt í átta kafla og byggist skipt-
ingin fyrst og fremst á tímamótum i sögu Reykjavíkur. Kaflarnir eru byggðir
upp á svipaðan hátt og eru efnisþættir eftirfarandi: 1 fyrstu þáttunum er
greint frá laga- og stjórnskipunarbreytingum sem urðu á hverju tímabili, þá
er vikið að bæjarstjórnarkosningum og fundum, og loks er greint frá helstu
málum sem bæjarstjórn fjallaði um á hverjum tíma.