Saga - 1987, Page 217
RITFREGNIR
215
í upphafi kaupstaðar (1786-1803) var stjóm bæjarmála í höndum landfó-
geta og á fyrri hluta þess tímabils gegndi Skúli Magnússon þessu embætti.
Skipaður var bæjarfógeti í Reykjavík 1803 og hafði hann stjóm bæjarmálefna
með höndum fram til 1908 þegar embætti borgarstjóra var stofnað. Hinn 4.
nóvember 1836 gaf stiftamtmaðurinn yfir íslandi út erindisbréf fyrir bæjar-
fulltrúa Reykjavíkur og þar með var bæjarstjóm Reykjavíkur stofnuð. Þá
voru bæjarfulltrúar fjórir. Árið 1846 var einveldi bæjarfógeta rofið og frelsi
bæjarstjómar aukið um leið og fulltrúum var fjölgað í sex, einn tómthús-
mann og fimm með borgararéttindi. Ef bæjarfógeti og bæjarfulltrúar urðu
ósammála mátti skjóta málum til amtmanns. Árið 1806 höfðu embætti bæjar-
fógeta í Reykjavík og landfógeta verið formlega sameinuð og hélst sú skipan
að mestu til 1874, en þá vom embættin aftur skilin að. Sama ár og borgar-
stjóri var skipaður, árið 1908, var bæjarfulltrúum fjölgað í fimmtán. í ársbyrj-
un 1962 var ákveðið með lögum að bæjarstjórnin í Reykjavík skyldi nefnast
borgarstjórn.
Allt of mikið er um að heilu kaflarnir séu klipptir út úr fundargerðum og
birtir orðréttir eða sagt er frá þeim í löngu máli. Nokkrar millifyrirsagnir
segja sína sögu: „Gripið ofan í gerðabók" (86), „Gripið niður í gerðabók"
(112, 170, 191 og 218), „Gripið niður hér og þar" (126). Þessar titvitnanir eru
stundum mjög skemmtilegar og varpa ljósi á þau mál sem tekist hefur verið
a um í borgarstjórn, en hér hefði þurft frekari úrvinnslu.
Annar galli á bókinni eru hinar miklu tilvitnanir í lög, eða með öðrum
orðum, lítil úrvinnsla heimilda. Höfundurinn er lögfræðingur og því nær-
tækt fyrir hann að skrifa bók sem byggir á frumvörpum, lögum og reglugerð-
um. Þessar lagatilvísanir gera bókina ekki eins læsilega og ella. Með þessu
flóði tilvitnana í lög fá starfsmenn borgarinnar og borgarstjórn eins konar
lagasafn fyrir Reykjavík og má vera að það sé hagkvæmt. Stíll Páls bætir hér
nokkuð úr, en hvergi nóg til að gera ritið skemmtilegt aflestrar. Menn gætu
spurt á móti: Hvernig er hægt að skrifa „sögu borgarstjórnarinnar, stjórn-
skipunar, stjórnarfars" án þess að vísa til laga? Vissulega er nauðsynlegt að
byggja á lögum, en til að gera ritið aðlaðandi hefði þurft að vinna textann
uaeira. Þegar sagt er frá ýmsum bæjarmálefnum, svo sem húsnæðismálum,
er t.d. ekki sagt frá hvernig fólk bjó og borgin byggðist, heldur raktir laga-
bálkar um fjárhagsráð, lánadeildir og húsnæðismálastofnun. Þar sem Byggð-
arstjórn í þúsund ár er aðeins ein af mörgum Reykjavíkurbókum sem komu út
eða von er á í tilefni afmælis Reykjavíkur, þá kemur þetta ekki eins að sök.
Það mætti e.t.v. segja að hér sé á ferð sýnisbók fundargerða bæjarstjórnar
°g lagasafn Reykjavíkur. Enda segir höfundur í formála: „Það má því með
vissum rétti segja, að hér sé fremur um að ræða sýnisbók þess, sem gerðist í
baejarstjórninni, en samfellda sögu." (Bls. 10) Það er ólíkt skemmtilegra að
lesa brot úr gerðabókum bæjarstjórnar en að fara yfir lagatexta, en í hvoru
Iveggja er mikill fróðleikur um sögu Reykjavíkur. Lýsingar á stöku bæjar-
sljórnarfundum, þar sem tekist er á um málefni eða fundarsköp, eru bráðlif-
andi og hnyttilega skrifaðar.
Reykjavík hefur sérstöðu meðal höfuðborga í Evrópu fyrir það hvað hún
er hlutfallslega stór. Hér er ekki aðeins miðað við Iandið í heild, heldur einn-