Saga - 1987, Side 219
RITFREGNIR
217
dæmis „Borgarleikhús", en þá er reynt að tengja slíka staði gatnakerfinu með
millivísun, Listabraut 3. Auk þess er skotið inn innrömmuðum tilvísunum
sem lýsa mönnum, málefnum og staðháttum og varpa þannig ljósi á borgina
°g mannlíf hennar. Mörg þessara innskota eru fræðandi um leið og þau eru
upplífgandi. Þá er reynt að hafa borgarhverfin sem annan mikilvægan þátt í
kerfisbindingu verksins. Hins vegar eru upplýsingar um hverfi mjög af
skomum skammti og hlýtur að eiga að bæta úr því með lokabindinu. í text-
anum eru orð skáletruð ef þau eru uppflettiorð í stafrófsröðinni. Einnig er að
finna í textanum fjölmargar vísanir sem benda á aðrar viðbótarupplýsingar.
Orðsifjaþátturinn, þar sem uppruni götuheita er skýrður, er mjög fróðleg-
ur og skemmtilegur þótt ekki séu tök á að rekja orðmyndir langt aftur. Ekki
er að sjá að leitað hafi verið til Örnefnastofnunar um markvissar upplýsing-
ar. Mörg götuheitin eru ættuð utan af landi, en önnur eru sprottin úr
umhverfi sínu, frá mönnum og húsum. í lokabindi gæti verið fróðlegt að
draga fram náttúrunafnakenningu Þórhalls Vilmundarsonar og sjá hvernig
nöfn gatna í Reykjavík falla að henni. Víða er skotið inn örnefnalistum þeirra
jarða sem Reykjavík hefur lagt undir sig. Guðlaugur R. Guðmundsson cand.
mag. lagði til drög að örnefnalistunum, en hann hefur í áratugi verið einn
afkastamesti safnari örnefna í Reykjavík og nærliggjandi byggðarlögum.
Myndir skipa veglegan sess í bókinni og skipa henni á bekk með þeim allra
fallegustu sem komu út á árinu. Að öðrum Reykjavíkurbókum ólöstuðum
ber Reykjavík. Sögustaður við Sund af sem gull af eiri. Ekkert hefur verið til
sparað. Ritstjóri mynda var Örlygur Hálfdánarson, en 42 ljósmyndarar
*e8gja til myndir, auk safna og einstaklinga. Mjög mörg gömul kort eru í bók-
inni. Af 280 ljósmyndum og kortum (á 191 bls.) eru um tveir þriðju í lit.
Margar myndir eru teknar gagngert fyrir bókina, aðrar eru gamalkunnar.
Lýður Björnsson lagði til drög að myndatextum, en Páll Líndal og Örlygur
Hálfdánarson bjuggu þá til prentunar. Sums staðar er myndatextinn viðbót
við megintextann og er það vel. Uppflettitextinn er í þrídálk og uppfletti-
orðin í gulum ramma. Myndirnar fara oft út á spássíur og fylla út í blaðsíð-
urnar. Finnst mér ekkert að því að ekki sé alltaf fylgt dálkunum ef myndirnar
koma betur til skila. Umbrot, sem nefnt er prentlögn í þessari bók, annaðist
Kristinn Sigurjónsson. Auk þeirra sem þegar hafa verið nefndir við verkið
hafa eftirtaldir einstaklingar lagt hönd á plóg: Ásgeir S. Björnsson cand.
uiag., Baldur Hafstað M.A., Eiríkur Jónsson kennari, Gunnar Skarphéðins-
son B. A., Hólmfríður Pétursdóttir kennari, Olga Snorradóttir kennari, Sigur-
geir Steingrímsson cand. mag. og Þuríður J. Kristjánsdóttir aðstoðarrektor.
Stærð ritsins (27x23 cm) hefur ýmsa kosti í för með sér fyrir myndir, en
einnig nokkra galla. Ef einhver ætlar að ganga um ákveðið borgarhverfi og
hæðast um sögu gatna og húsa þá þarf að hafa með sér fjórar stórar bækur og
er það óþægilegt umhendis. Þetta kannast þeir við sem hafa reynt að nota
bækurnar Landið þitt ísland á ferðalögum um landið. Til að átta sig betur á
hvaða húsum er verið að lýsa við tilteknar götur þá hefðu mátt vera lítil kort
Jhni í sjálfum textanum. Ánnar ókostur við ritið, sem varðar uppbyggingu
pess, er að einstökum hverfum er ekki lýst í heild eða aðeins lítillega. Þegar
°kið hefur verið lýsingu á einni götu þá er farið yfir í næstu götu í stafrófinu