Saga - 1987, Side 220
218
RITFREGNIR
í allt öðru borgarhverfi. Kannski er ekki gert ráð fyrir því að fólk Iesi bækurn-
ar frá a til ö. Þetta mun þó ekki koma eins að sök þegar öll bindin hafa verið
gefin út.
Frágangur er allur til fyrirmyndar. Ekkert hefur verið til sparað við
myndir, pappír og frágang texta. Ritinu er ætlað að vera „alþýðlegt fræðirit
um sögu og sérkenni höfuðborgarinnar" og stendur það fyllilega undir því.
Höfundar texta og myndatexta hafa fengist við rannsóknir á afmörkuðum
þáttum í sögu Reykjavíkur og miðla þekkingu sinni á lipran hátt og fjalla um
byggingarlist, ættfræði og bókmenntir auk almennrar sögu. Tilvísanir eru
víða og alltaf við innrömmuðu innskotsgreinarnar og örlítið í textanum, en
þar hefði mátt gera betur og markvissar án þess að ritið hefði fengið of fræði-
legt yfirbragð. Fyrirhugað er að hafa heimildalista í lokabindi.
REYKJAVÍK 200 ÁRA. Saga höfuðborgarinnar í myndum og máli, er einnig eftir
Pál Líndal sem ritar inngang og myndatexta. Borgarstjórinn í Reykjavík,
Davíð Oddsson, ritar stutt ávarp. Bókin er á íslensku og ensku og hefur Alan
Rettedal þýtt texta Páls. Hafsteinn Guðmundsson hannaði bókina, en Anna
Fjóla Gísladóttir og Leifur Þorsteinsson höfðu umsjón með myndum. Skrár
yfir myndir og höfunda þeirra fylgja.
Eins og nafn bókarinnar ber með sér rekur hún stuttlega sögu Reykjavíkur
í 200 ár. Bókin er þannig byggð upp að fyrst er almennur inngangur á
íslensku, þá myndskýringar á íslensku, inngangur á ensku og síðan eru ljós-
myndir með skýringartexta. Nokkrar teikningar úr ferðabókum útlendinga
eru í inngangi, en meginefnið eru ljósmyndir með skýringartextum. Mynda-
síðurnar eru hannaðar þannig að á hverri opnu er skipað saman gamla og
nýja tímanum. Til vinstri eru birtar ljósmyndir frá lokum 19. aldar eða fyrri
hluta 20. aldar og til hægri eru litmyndir teknar frá sama sjónarhorni árið
1985 eða 1986. Þar sem ekki er varpað ljósi á sömu húsaröðina með áratuga
millibili eru sýndar breytingar á tækjakosti eða félagsaðstöðu. Flestar gömlu
myndirnar hafa Magnús Ólafsson og Sigfús Eymundsson tekið, en þær nýju
Páll Stefánsson og Ragnar Axelsson. Fortíðin er þannig skoðuð í ljósi nútím-
ans og öfugt og er útkoman víða mjög skemmtileg. Margar af gömlu mynd-
unum eru gamalkunnar, en aðrar hafa mér vitanlega ekki birst áður. Þarna
eru einnig birtar tvær elstu ljósmyndir sem til eru af Reykjavík, eftir franska
náttúrufræðinginn Alfred-Louis-Olivier Des Cloizeaux, sem sagt er að hafi dval-
ist hér 1847-1848. Með því að bera saman hinn gamla timburhúsastíl frá 19.
öld við nútímabyggingar fá gömlu húsin enn meiri lífskraft og er vonandi að
borgaryfirvöld komi auga á hið sama áður en það verður um seinan.
1 inngangi er rakin saga Reykjavíkur frá upphafi til nútíma. Þar er ekki að
finna nýjan sögulegan fróðleik, en textinn er lipur og fræðandi. Myndatextar
eru góðir og gefa ljósmyndunum meira líf. Enski textinn er ekki alls staðar
bein þýðing á þeim íslenska, heldur er skrifað fyrir aðra lesendur, og því geta
íslendingar sótt fróðleik í enska textann líka. í fyrri hluta bókarinnar eru
myndir af götum eða borgarhverfum frá tvennum tímum. Textinn er þar
frekar knappur, enda eru myndskýringarnar fyrir framan í inngangi. Þó er