Saga - 1987, Síða 221
RITFREGNIR
219
ekki gert ráð fyrir því að lesendur enska textans fletti fram í bókinni til að fá
myndirnar skýrðar. Hér hefði verið rétt að vera með ítarlegri myndatexta við
sjálfar myndirnar og mismuna ekki íslenskum og enskum lesendum. Pegar
lýst er starfsemi ýmissa stofnana borgarinnar í síðari hluta bókarinnar verður
textinn fyllri og upplýsingarnar meiri, enda er myndskýringum í inngangi
sleppt. Þessi ruglingur með staðsetningu myndatexta er til baga. Letrið,
steinskrift, er á stærð við það sem notað er í símaskránni og í það smæsta.
Tilvísanir í heimildir eru ekki í bókinni né heimildaskrá.
Bókfræðilegar upplýsingar um höfundarrétt, prentsmiðju, ljósmyndiro.fl.
er ekki að finna aftan á titilsíðu eins og í flestum bókum, heldur fyrir aftan
íslenska og enska innganginn inni í miðri bók. Þá er heldur ekki venja að
vera með ávarp eða formála á saurblaði á undan titilsíðu. Þá hefði ég kosið að
sjá fleiri myndir af borgarstarfsmönnum við vinnu sína í forgrunni gamalla
húsa. Einnig hefðu mátt vera fleiri myndir á hverri síðu sem sýndu sama
myndefni eða sömu götu frá fleiri tímaskeiðum. Ekki eru upplýsingar um
pappír í bókinni, en hann er vel pressaður og lítið glansandi og eru myndirn-
ar víðast skýrar og skarpar.
Magnús Guðmundsson
Þórunn Valdimarsdóttir: SVEITIN VIÐ SUNDIN. Búskap-
ur í Reykjavík 1870-1950. SAFN TIL SÖGU REYKJAVÍK-
UR. MISCELLANEA REYCIAVICENSIA. Sögufélag 1986.
328 bls. Myndir, nafna-, mynda- og atriðisorðaskrá, línu-
rit, töflur.
í formála greinir höfundur frá tilurð bókarinnar. Þar kemur fram að Jarð-
r*ktarfélag Reykjavíkur leitaði til Björns Þorsteinssonar prófessors og taldi
hann að þar væri komið tilvalið kandídatsverkefni og fól Þórunni verkið.
Góður helmingur bókarinnar er kandidatsritgerðin nokkuð breytt. Að loknu
nami hefur Þórunn prjónað við verkið, endurbætt það og aukið.
Að loknum stuttum inngangskafla, þar sem lýst er litla höfuðstaðnum um
°g eftir aldamótin 1900, gerir höfundur í öðrum kafla grein fyrir ráðstöfun
Bæjarlandsins í haglendi, lóðir og tún. í fyrstu var haglendi nytjað af bæjar-
búum þeim að kostnaðarlausu. Þegar ásókn í bæjarlandið jókst var árið 1888
settur tollur á það. Árið 1873 var lagður skattur á slægju og mó í Vatnsmýr-
’nni, Norðurmýri, Kringlumýri, Fúlutjarnarmýri og Bústaðastykki, og frá
1884 var tekinn tollur af grjótnámi. Grjótið notuðu Reykvíkingar aðallega i
hús 0g garða.
Við stofnun kaupstaðarins var lóðum úthlutað ókeypis, en árið 1833 var
fyrst innheimt lóðagjald. Snemma á 19. öld var farið að heimta leigu af
hinum, en um miðja öldina hófst úthlutun bletta til uppgræðslu afgjaldslaust
hl 10-50 ára. Um 1860 hófst síðan úthlutun á erfðafestu gegn árlegu gjaldi,
er> þeim lögum var breytt nokkrum sinnum þannig að bæjaryfirvöld tryggðu
ser aukna gjaldstofna í samræmi við aukna eftirspurn og landþrengsli. Saga
ráðstöfunar bæjarlandsins snýst um það hvernig eftirspurn eftir túnum, hag-