Saga - 1987, Síða 222
220
RITFREGNIR
lendi og lóðum breytist með fjölgun íbúa höfuðstaðarins og hvernig
bæjaryfirvöld nýta sér lendur sínar sem gjaldstofna.
í þriðja kafla, sem er 70 blaðsíður, er gerð grein fyrir ræktun bæjarlands-
ins. Þórunn greinir glögglega frá því að ræktun þess komi til af því að bæjar-
félagið þarfnaðist mjólkur. í höfuðstaðnum opnaðist markaður fyrir mjólk
sem sveitabændur gátu þó ekki sinnt vegna slæmra samgangna. Kúabúskap-
ur varð ábatasöm atvinna í Reykjavík, þannig að jafnvel erlendir barónar
komu og reistu hér fjós. En þá þurfti að rækta upp mýrar, móa, mela og holt.
Einnig var þörf fyrir haglendi handa sauðfé sem bændur ráku í höfuðstaðinn
á haustin og fyrir hesta sem bæjarbúar leigðu eins og verktakar leigja nú
vörubíla.
Um 1890 veitti alþingi sérstakan styrk til búnaðarfélaga og kom þá meira í
þeirra hlut. Það leiddi til þess að Jarðræktarfélag Reykjavíkur var stofnað.
Það veitti margvíslega styrki og hvatti félagsmenn til dáða. Þannig varð það
afkastamesta búnaðarfélag landsins fram að setningu mjólkursölulaganna
1934. Góðar yfirlitstöflur eru um afköst ræktunarmanna sem unnar eru upp
úr skjölum Jarðræktarfélags Reykjavíkur. Um aldamótin voru fremstu jarða-
bótamenn í Reykjavík úr stétt embættis-, iðnaðar- og kaupmanna. Eftir fyrri
heimsstyrjöldina voru helstu jarðabótamenn úr bændastétt, og í atvinnu-
leysi fjórða áratugarins fengu ýmsiratvinnu við jarðabætur. Þörf forfeðranna
fyrir húsaskjól, haga og tún varð til þess að breyta mýrum og grjótholtum í
tún og engi.
í fjórða kafla er á 90 blaðsíðum fjallað um húsdýr og afurðir þeirra. Þar er
fyrst góður kafli um mjólkursöluna. Þar kemur fram að sala á mjólk hófst í
Reykjavík á árunum 1870-80, upp úr aldamótum voru fyrstu mjólkurbúðim-
ar stofnaðar, og mjólk var seld á götum úti fram til 1912. Rakin er baráttan
fyrir gerilsneyðingu mjólkur sem Mjólkurfélag Reykjavíkur hóf að selja árið
1921. Lengi hafði verið skortur á mjólk í höfuðstaðnum, en þegar samgöngur
bötnuðu eftir 1930 varð offramboð á mjólk, og mjólkurframleiðsla og -dreif-
ing varð rammpólitískt mál. Lýst er sölu á smjöri, innflutningi á smjörlíki og
lögum frá 1923 um blöndun smjörs og smjörlíkis. Þá er sagt frá kjötsölu og
þætti bæjarstjórnar í að koma henni í mannsæmandi horf og bæta hreinlæt-
ið. Bæjarstjórn Reykjavíkur hafði einnig afskipti af hestum og hundum
bæjarbúa. Frá árinu 1924 til 1984 var hundum úthýst úr Reykjavík, en hestar
voru til margra nota, svo sem „burðardýr, dráttardýr og farskjótar, auk þess
sem þeir voru notaðir til útreiða á helgidögum."(174) Yfirlit er yfir sögu
hænsnaræktar þó svo að hún hafi aðeins að hluta farið fram í Reykjavík.
Þetta er eitt besta yfirlit yfir hænsnarækt sem til er og lýsir það meðal annars
hvernig reynt var að sjá bæjarbúum fyrir eggjum. Síðast í kaflanum um hús-
dýrin og afurðir þeirra er fjallað um salemisáburð, en þar er sagt frá því
hvernig mannasaur, eða „besti áburðurinn" eins og hann var kallaður, var
fjarlægður úr kömrum og honum ýmist kastað í sjóinn eða hann borinn á
tún.
Þremur húsdýmm sleppir Þórunn, en það eru kettir, endur og svín. Hún
getur þess að litlar heimildir séu til um ketti, en ekkert er minnst á endur og