Saga - 1987, Page 223
RITFREGNIR
221
svín. Hér hefði auðveldlega mátt ræða við fólk sem bjó í Reykjavík og spyrja
það um kattahald, til dæmis hvort breyst hafi á þessum tíma. Kannski eru
kisurnar svo hversdagslegar að ekki þyki þurfa að geta þeirra frekar. En þar
sem höfundur kann vel að fara með hversdagssögu þá hefði hlutur kattanna
mátt vera stærri.
Fyrir utan endurnar á Tjörninni munu þær hafa verið fáar hér í Reykjavík
°g litlu skipt fyrir bæjarlífið. Saga svínaræktar er sniðgengin, en svín voru
r*ktuð á nokkrum býlum í Reykjavik á þessari öld. Höfundur hefur þó sagt
frá þeim dýrum sem mest komu við sögu bæjarbúa og borgaryfirvöld höfðu
afskipti af. Góður siður er að nefna þá þætti í formála eða inngangi sem ekki
komast með í söguna, en hefðu þó átt þar heima.
f lokakafla um jarðargróður rekur höfundur, á 60 blaðsíðum, sögu mótekju
°g síðar garðyrkju í Reykjavík. Mórinn var notaður til húsahitunar og mat-
jurtirnar til að auka fjölbreytni í fæðu bæjarbúa. Það kemur á óvart hve stutt
er síðan, eða rétt um siðari heimsstyrjöld, að Reykvíkingar unnu mó til upp-
hitunar, þó tilheyrir mórinn að mestu 19. öldinni. Saga garðyrkjunnar teygir
rætur sínar aftur til 19. aldar, en árið 1883 kom út á íslensku þýtt garðyrkju-
nf' og 1885 var stofnað garðyrkjufélag í Reykjavík, en við hlutverki þess tók
Gróðrarstöðin í Reykjavík 1899.
Um 1940 raskaði hernámsliðið hinum friðsæla búskap í Reykjavík með því
að þenja braggahverfi yfir tún og engi, og bjóða bæjarbúum betri kjör við
ýmsar framkvæmdir. Eftir stríð dró enn úr búskap í Reykjavík, en tún bænd-
anna voru tekin undir íbúðarhverfi og græn svæði borgaryfirvalda.
Frásögn Þórunnar er skemmtileg og hrífur lesandann með sér. Hún skrifar
léttan stíl og kryddar frásögnina með skemmtilegum sögum úr búskap og
basli Reykvíkinga í 80 ár. Hygg ég að hér sé komin ein helsta skýringin á vin-
s*ldum bókarinnar því það er alls ekki fullnægjandi að byggja á traustum
heimildum, það þarf að skrifa þannig að lesendur lifi sig inn x söguna. Það
hefur Þórunni tekist.
Þótt hér sé rakin saga búskapar i Reykjavík þá varpar hún verulegu Ijósi á
landbúnað hér á landi á mesta byltingarskeiði í íslenskum landbúnaði frá
landnámi. Jarðræktarfélag Reykjavíkur var ekkert einsdæmi í landinu, fjöldi
búnaðarfélaga starfaði að sambærilegum verkefnum um allt land. Jarð-
r®ktarfélag Reykjavíkur fékk einna mest fé í sinn hlut og þannig hefur fé úr
sameiginlegum sjóðum snemma farið að renna til höfuðborgarinnar. Víða
kemur fram að íbúar landsins gátu tekið Reykvíkinga sér til fyrirmyndar í
ræktun og skepnuhaldi þó einnig séu mörg dæmi um slæma meðferð manna
á dýrum. Höfundur einskorðar sig heldur ekki við frásögn af ræktun,
skepnuhaldi og garðyrkju í Reykjvík. Til að lýsa þessum þáttum sögunnar
leitar hann langt út fyrir borgarmörkin. En þetta er ekki aðeins búskapar-
saga. Hér er einnig hluti af iðnsögu íslendinga. Greint er frá því hvernig
■tteðferð á landbúnaðarafurðum færðist frá bændum til sláturhúsa og mjólk-
Urstöðva þar sem framleiðslan varð æ fjölþættari og vélvæddari. Einnig er
h'ásögn af því hvemig mór varð á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar helsta
eldsneytið fyrir iðnað í Reykjavík. Þessi bók er þó fyrst og fremst saga