Saga - 1987, Síða 224
222
RITFREGNIR
Reykjavíkur, saga breyttrar landnýtingar og skepnuhalds í Reykjavík um
leið og bæjarbúum fjölgaði og umsvif bæjarstjórnar urðu meiri. Vonandi
verður rit Pórunnar til að efla áframhaldandi ritun sögu Reykjavíkur.
I formála segir höfundur: „í heild gefur verkið innsýn í hversdagssögu
Reykjavíkur því að í því er að finna lýsandi sagnfræði fremur en sagnfræði-
lega greiningu." Hversdagssagan og góð framsetning traustra heimilda er
styrkur þessarar bókar, en höfundur dregur einnig saman meginlínur og
reynir þannig að greina strauma sögunnar. í kandídatsritgerðinni er til dæm-
is bæjarlandið á 19. öld flokkað í fimm stig eftir dýrleika: haglendi, erfða-
festulönd, óbyggðar lóðir, tómthúslóðir, múr- og timburhúsalóðir. Þessari
umfjöllun er sleppt í endanlegri bók og er það miður. Hér er komið nærri
landnýtingarkenningum sem hefði verið full ástæða til að þróa nánar. Einfalt
framhald af þessum vangaveltum hefði verið að teikna nokkur kort af bæjar-
landinu og sýna ræktun þess og nýtingu á ýmsum tímum. Þótt hér sé fyrst
og fremst lýsandi sagnfræði hefði verið rétt að hafa niðurlag þar sem megin-
niðurstöður hefðu verið teknar saman. Það hefði aukið handbókargildi
ritsins.
Heimildir höfundar eru miklar. Sérstaklega hefur Þórunn gert sér far um
að fara í gegnum óprentaðar heimildir í Borgarskjalasafni Reykjavíkur og á
Þjóðskjalasafni, en einnig óprentaðar ritgerðir. Sagnfræðingar mættu taka
sér til fyrirmyndar vinnu Þórunnar með skjöl og alúð við að vinna úr þeim.
Þannig hefur hún opnað hvern skjalapakkann af öðrum án þess að merking-
ar þeirra gæfu tilefni til að þar væri eftir miklu að slægjast. Með skjölunum
kemst hún nær hversdagssögunni þar sem íbúar bæjarins voru að fara fram
á aðskiljanlegustu hluti við borgaryfirvöld. Prentaðar bækur og blöð bæta
síðan við þar sem skjölunum sleppir. Safn til sögu Reykjavíkur hefur komið
höfundi að mjög góðum notum, bæði heimildaútgáfan (Acta civitatis Reykia-
vicensis) og sagnaritin (Miscellanea Reyciavicensia). Vitnað er til laga, bæjar-
samþykkta og reglna bæjarins um hvaðeina, en einnig gerir höfundur sér far
um að lýsa hvernig samþykktum var fylgt eftir og vitnar í prentuð rit. Þá not-
ar höfundur samtímaheimildir eins og blöð við að lýsa smáatriðum sögunnar
og um leið framgangi hennar. Við þessa vinnu, segir höfundurinn, „líður
manni eins og landkönnuði í myrkviðum frumskógarins. Það er erfitt verk
en spennandi." (Bls.V) Eina heimild notar Þórunn sparlega, en það er munn-
leg geymd. Bændur, húsfreyjur, vinnufólk, kúasmalar og borgarbúar hefðu
getað fyllt verulega upp í þá mynd sem dregin er upp af hversdagslífinu þeg-
ar hinn trausti rammi skjalanna hefur afmarkað söguna og sögusviðið.
Tilvísanir í heimildir, sem fylla 36 blaðsíður, eru hafðar aftan við megin-
málið. Oft þykir þægilegra að hafa þær neðst á hverri blaðsíðu, og hefði það
verið ákjósanlegt hér. Þessi breyting frá fyrri Reykjavíkurbókum Sögufélags
er í samræmi við tregðu útgefenda á síðustu árum við að hafa neðanmáls-
greinar. ítarlegar bókfræðilýsingar eru í tilvísunum þannig að sjaldnast þarf
að fara í heimildaskrá til að glöggva sig á heimildum. I heimildaskrá vantar
yfirlit yfir einn heimildaflokk - viðtöl. Höfundur hefur tekið átta viðtöl sem
vísað er til, í kaflanum um garðyrkju, og hefði verið rétt að telja þá heimild-
armenn upp sérstaklega í heimildaskrá.