Saga - 1987, Side 226
224
RITFREGNIR
Trausti Valsson: REYKJAVÍK. Vaxtarbroddur. Þróun
höfuðborgar. Fjölvaútgáfan. Reykjavík 1986. 144 bls.
Myndir, kort og teikningar.
Þorsteinn Thorarensen útgefandi ritar formála að bókinni. Þar getur hann
þess að höfundurinn sé menntaður í arkitektúr og skipulagsfræðum við virt-
ustu liáskóla í Vestur-Berlín og Berkeley í Bandaríkjunum og vinni að dokt-
orsritgerð í skipulagsfræðum. Einnig greinir hann frá því að borgaryfirvöld
hafi sýnt vinnslu bókarinnar tómlæti og Trausti hafi af áhuga og elju sett
saman bókina án nokkurs stuðnings. Það hljómar hálf undarlega að borgar-
yfirvöld sem styðja einstaklingsframtak og voru tilbúin að eyða tugum millj-
óna króna í 200 ára afmælisveislu hafi ekki getað séð af smáaurum til útgáfu
þessa brautryðjandaverks um skipulagssögu Reykjavíkur. En yfirvöld
Reykjavíkurborgar stóðu reyndar sjálf í útgáfu og eru að láta rita sögu borg-
arinnar þannig að þau hafa sjálfsagt haft nóg með sig.
Á undan fyrsta kafla, sem heitir Landnámsjörðin Reykjavík 874-1750, vantar
tilfinnanlega inngang höfundar til að greina frá tilgangi verksins, efnistök-
um, fyrri rannsóknum og heimildum. í lokaorðum bókarinnar segir höfund-
ur:
í þessari bók er reynt að vekja með lesandanum einskonar yfirsýn
eða heildartilfinningu fyrir umhverfinu í Reykjavík og nágrenni a
ólíkum tímaskeiðum sögunnar og jafnframt að sýna fram á hvernig
hlutirnir hafa þróast og orðið umskipti á vissum skeiðum. ... Líta ber
á bók þessa sem yfirlit, sem er byggt á þekkingu á ótal þáttum, svo
sem byggingarlist, skipulagshugmyndum, tækniþróun, efnahags-
og atvinnumálum, hafnarmálum og útgerðarmálum, að ekki se
minnst á útivistarmál og heilbrigðismál. (Bls. 144)
Bókin skiptist í 13 jafnlanga kafla, þá kemur annáll umhverfissögunnar,
ítarlegt yfirlit á ensku og Ioks tafla yfir nýjungar og einkenni sérhvers skipu-
lagstímabils. Að lokum eru svo stutt lokaorð og heimildalisti. í köflum sem
spanna tímann fram yfir 1945 eru kaflaskiptin grunduð á atvinnustarfsem-
inni en eftir það ráða skipulagstímabil kaflaskiptum. í hverjum kafla reynir
höfundur að greina frá atvinnulífi, nýjustu hugmyndum í byggingarlist,
tengslum þeirra við erlenda strauma, hvernig þær komu fram í byggingar-
framkvæmdum, aðalskipulagi hvers tímabils, helstu skipulagsslysum og þvl
sem vel var gert, hvernig bæjarbragurinn var og til dæmis hvaða hljóð mátti
heyra í bænum og hvaða lykt bar fyrir vitin.
Ef vikið er nánar að efnisinnihaldi bókarinnar eru í fyrsta kafla færð nokk-
ur rök fyrir því hvers vegna Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík, lýst er
Iandgæðum og umhverfi. Síðan er stokkið yfir nokkrar aldir og saga danska
þorpsins frá 1750-1865 rakin og því lýst hvernig þéttbýli myndaðist smám
saman. í þriðja kafla er lýst skútu- og timburhúsabænum sem reis á árunum
1865-1900. Á þeim árum risu margar opinberar byggingar sem enn eru með
merkustu byggingum landsins, bárujámið varð ríkjandi klæðning og menn
fóru fyrir alvöru að velta fyrir sér byggð bæjarins. Sérstakur kafli lýsir bæn-
um frá aldamótum fram til 1915. Á þessum árum fóru menn að velta því fyr*r