Saga - 1987, Síða 229
RITFREGNIR
227
Niels Steensgaard: MARKAÐUR OG MENNINGAR-
HEIMAR. SAGA MANNKYNS 1500-1750. RITRÖÐ AB.
9. bindi. Reykjavík 1986. Snæbjörn Jóhannsson íslensk-
aði. 272 bls. Nafnaskrá, bókalisti, myndaskrá, myndir,
kort, gröf og töflur.
Henning Poulsen: STRÍÐ Á STRlÐ OFAN. SAGA
MANNKYNS 1914-1945. RITRÖÐ AB. 13. bindi. Reykja-
vík 1985. Gunnar Stefánsson íslenskaði. 272 bls. Nafna-
skrá, bókalisti, myndaskrá, myndir, kort, gröf og töflur.
Kurt Ágren: NÝ ÁSÝND EVRÓPU. SAGA MANNKYNS
1500-1750. RITRÖÐ AB. 8. bindi. Reykjavík 1986. Helgi
Skúli Kjartansson íslenskaði. 272 bls. Nafnaskrá, bóka-
listi, myndaskrá, myndir, kort, gröf og töflur.
Bo Huldt: ÞRÍR HEIMSHLUTAR. SAGA MANNKYNS
1945-1965. RITRÖÐ AB. 14. bindi. Reykjavík 1985. Lýður
Björnsson íslenskaði. 272 bls. Nafnaskrá, bókalisti,
myndaskrá, myndir, kort, gröf og töflur.1
I
Bókaflokkur þessi er þýddur úr norsku og er ætlunin að hann verði samtals
15 bindi sem spanni sögu mannkyns frá frummanni til þess dags er útgáf-
unni lýkur. Verkið er unnið af sagnfræðingum frá Noregi, Danmörku, Sví-
þjóð og Finnlandi á vegum Aschehougs-útgáfunnar í Osló. Sum bindin eru
pví þýdd úr sænsku eða dönsku yfir á norsku. Bækurnar eru settar og filmu-
unnar í Odda en prentaðar í Belgíu eins og norska útgáfan. (Reyndar er 13.
mdi norsku útgáfunnar prentað í Hollandi). Myndefnið er litgreint í
Svíþjóð.
Þau bindi sem hér verða gerð að sérstöku umtalsefni eru 9. og 13. bindi.
essi tvö bindi eru talsvert ólík að efnistökum. 9. bindi er annað tveggja sem
jalla um 250 ár en 13. bindi fjallar um 30 ár. Þau ár voru að vísu ansi
“ buröarík og hefur Almenna bókafélagið gert sumum þeirra, þ.e. heims-
styrjaldarárunum síðari, mikil skil í 15 binda flokki. Höfundur 9. bindis er
nskur sagnfræðingur og var texti bókarinnar fyrst þýddur á norsku úr
unsku. Ekki er tekið fram í íslensku útgáfunni hvort hún er þýdd úr dönsku
a norsku. Höfundur 13. bindis er prófessor í Árósum og má því ætla að
P o se samið á dönsku en ekki er nefndur þýðandi norska textans í norsku
utgáfunni frá 1982.
nnfremur voru komnar út í Ritröð AB á miðju ári 1987 eftirtaldar bækur: Káre
unden: Evrópa við tímamót 1300-1500. 6. bindi. 1985; Niels Steensgaard: Hin víða
terö/d 1350-1500. 7. bindi. 1986; Káre Tönnesson: Byltingartímar 1750-1815. 10.
'ndi. 1987; Lars-Arne Norborg: Evrópa í hásæti 1815-1870. 11. bindi. 1987.