Saga - 1987, Qupperneq 230
228
RITFREGNIR
II
8. bindi segir frá því sem gerðist í Evrópu fyrstu 250 ár nýaldar en í 9. bindi
er sjónum beint að útálfum, menningarsamfélögum þar, áhrifum þeim sem
Evrópumenn höfðu á þau og síðast en ekki síst áhrifum þeirra á Evrópu-
menn. 9. bindi hefst á almennri lýsingu á breytingum á menningu og lífs-
skilyrðum sem tekur um 40 síður en síðan er einstökum heimshlutum og
aðgerðum einstakra nýlenduvelda lýst. Gengið er út frá þeirri forsendu að
það hafi ekki eingöngu verið aðgerðir Vestur-Evrópumanna sem stjórnuðu
söguþróuninni. Mér virðist nafnið á norsku bókinni, Verdensmarked og kultur-
möter, lýsa því betur en íslenska nafnið, Markaður og menningarheimar, þar
sem stuðlasetningin hefur trúlegast verið látin ráða nafninu. Annars eru flest
bókaheitin á íslensku góð og sum snjöll en þau hafa öll verið ákveðin og
koma fram innan á bókarkápum. Nafn 13. bindis, Stríð á stríð ofan, finnst mér
t.d. betra en norska nafnið, Fra krig til krig.
Á eftir almennu köflum 9. bindis koma kaflar um landnám Spánverja og
Portúgala í öðrum álfum og áhrif þess, síðan er rætt um portúgalska veldið
í heild. Pá koma kaflar um ríki múslima, Afríku og lönd Austur-Asíu og kafli
um Evrópumenn í Asíu. Næstu kaflar eru um Norður-Ameríku og Vestur-
Indíur og að lokum er fjallað um þrælahald og þrælaverslun, nýlendusamfé-
lög og styrjaldir.
Mér finnst koma ágætlega fram í þessari bók hvernig veldi Spánverja og
Portúgala urðu til og hvernig aðrar þjóðir Vestur-Evrópu, einkum Hollend-
ingar, Englendingar og Frakkar, slógust í hópinn. Pá þykir mér kaflinn um
þrælahald ágætur því að þar er reynt að útskýra siðferðilegan grundvöll
þrælahalds, „ekki til að bera blak af þrælasölunum, heldur til að sýna þann
mun sem á ýmsum skeiðum sögunnar var á því sem talið var forkastanlegt
(222). í kaflanum er talsvert fjallað um aðbúnað þrælanna, svo sem mataræði
á þrælaflutningaskipunum. Kaflinn um nýlendusamfélögin er einnig ágæt-
ur.
Um hlutföll stjórnmála-, efnahags- og menningarsögu skal ekki fjölyrt.
Samkvæmt titli bókar ætti hér að sitja í fyrirrúmi verslunar- og menningar-
saga og svo er reyndar að nokkru leyti. Stjórnmálin, hið hefðbundna efnt
Sögubóka, fá þó mikið rúm en þau eru líka nátengd verslunarsögunni. í
heild eru þessir þættir sögunnar fléttaðir saman á eðlilegan máta og 9. bindi
myndar heildstætt og læsilegt verk.
III
13. bindi fjallar um afar viðburðarík ár sem fyrr segir, þ.e. um heimsstyrjald-
irnar tvær og árin milli þeirra, tímabilið 1914-45. Fyrst er heimsstyrjöldinni
fyrri lýst, því næst ástandinu heima fyrir í löndum styrjaldaraðila og friðar-
gjörðin eftir styrjöldina rakin. Pá er sérstakur yfirlitskafli um efnahags- og
félagsmál og kaflar um Sovétríkin, Austurlönd fjær, Ameríku og evrópsku
nýlenduveldin. ítarlegur kafli er um fasisma og nasisma og stuttur kafli um
menningu og daglegt líf. Þá er komið að lokaköflum bindisins sem spanna