Saga - 1987, Page 235
RITFREGNIR
233
Þetta er ekki fyrsta tilraunin til að gefa út mannkynssögu í mörgum bind-
um á íslensku. Á fimmta tugi aldarinnar hóf Mál og menning útgáfu frum-
saminna bóka. Þær munu þó aldrei hafa orðið fleiri en sex.1 Sú síðasta þeirra
kom út 1980. Þá má nefna Veraldarsögu Fjölva sem er að hluta þýdd og að
hluta frumsamin, gefin út í samvinnu við ítalskt bókaforlag. Veraldarsagan
sú á að verða í 20 bindum og eru átta komin út.“
Hvað varðar þann bókaflokk sem hér er til umræðu hefur Almenna bóka-
félagið farið þá leið að selja þessar bækur einvörðungu áskrifendum, þ.e.
félögum í bókaklúbbi sínum sem er mjög stór. Það tryggir nokkuð stóran
markað fyrir bækurnar auk þess sem allt myndefni hefur þegar verið litgreint
vegna hinnar norsku útgáfu. Er því allt útlit fyrir að þetta verði fyrsta heildar-
mannkynssaga á íslensku í mörgum bindum og er það mikið fagnaðarefni.
Ingólfar Á. Jóhannesson
Ari Trausti Guðmundsson: ÍSLANDSELDAR. Eldvirkni á
íslandi í 10.000 ár. Bókaútgáfan Vaka-Helgafell. Reykjavík
1986, 168 bls., myndir, kort.
ísland er mesta eldfjallaland í heimi, og eldsumbrot hafa sett mark sitt á sögu
þjóðarinnar frá upphafi. Það er því dálítið undarlegt, að þessi mikla sögu-
þjóð, sem í landinu býr, skuli ekki hafa átt sér aðgengilega eldgosasögu allt
fram undir þennan dag. Nú hefur Ari Trausti Guðmundsson bætt úr því
með fallegri og fróðlegri bók, sem ber nafnið íslandseldar. Eldvirkni á íslandi í
10.000 ár.
Eldfjallarit Þorvaldar Thoroddsens eru einu heildarúttektirnar sem reynt
hefur verið að gera á eldvirkni á Islandi. Þau rit urðu aldrei almenningseign,
°g nú er fremur fátítt að sjá til þeirra vitnað af fræðimönnum. Seinni tíma
jarðvísindamenn hafa verið ragir við að láta til skarar skríða og taka saman
Hdfjallasögu landsins. Mönnum hefur e.t.v. fundist sem rannsóknir væru
ekki nægilega langt komnar og viljað bíða þess, að sem flest kurl kæmu til
grafar. I vísindum nútímans nær slík bið oftar en ekki út yfir gröf og dauða,
°g hvað íslenska eldgosasögu varðar, yrði biðin líklega til eilífðarnóns. Það
er því fagnaðarefni, að Ari Trausti skuli nú hafa gefið út bókina íslandselda og
'átið sig engu skipta þótt hún úreldist e.t.v. fljótt í ýmsum greinum; hjá því
verður hvort eð er aldrei komist.
Þróunin í íslenskum jarðfræðirannsóknum hefur verið nokkuð hröð á
undangengnum árum. Þannig má reyndar þegar benda á nokkur atriði, sem
1 Ásgeir Hjartarson: Mannkynssaga. Fornöldin. Tvö bindi. 1943 og 1948. Sverrir Kris-
Ijánsson: Mannkynssaga 300-600. 1966. Jón Thor Haraldsson: Mannkynssaga 1492-
1648. 1980. Bergsteinn Jónsson: Mannkynssaga 1648-1789. 1963. Jón Guðnason:
Mannkynssaga 1789-1848. 1960
Veraldarsaga Fjölva 1-8. Reykjavík 1974-84. Ritið nær frá örófi alda til 600 e.Kr.