Saga - 1987, Síða 236
234
RITFREGNIR
voru í góðu gildi meðan bókin var í vinnslu, en höfðu vikið úr sessi fyrir nýj-
um athugunum eða hugmyndum um það leyti, sem bókin kom út. T.d. má
nefna, að hraun þau, sem nefnd voru Þjórsárhraun eldra (THa) og Þjórsár-
hraun yngra (THb), hafa nú reynst vera eitt og sama hraunið „Þjórsárhraun-
ið mikla", langstærsta nútímahraun á íslandi og raunar mesta hraun, sem
upp hefur komið í einu gosi á jörðunni síðan ísöld lauk. Annað dæmi er þar
sem sagt er frá Tólfahring og hinni týndu byggð, sem Jón Jónsson hafði getið
sér til um, að farið hefði í auðn í eldgosi við Leiðólfsfell snemma á öldum.
Um það bil sem íslandseldar runnu gegnum prentvélarnar birti Jón nýjustu
athuganir sínar af Tólfahring í ÁrbókHins íslenska fornleifafélags, þar sem hann
greinir frá því, að öskulagaathuganir hafi kippt stoðum undan fyrri ágiskun-
um sinum. Eldgosið við Leiðólfsfell reyndist eldra en byggðin í Tólfahring,
en hún virðist hafa orðið uppblæstri að bráð.
Að svo mæltu er best að líta á bókina sem heild og athuga hvernig til hefur
tekist. Þeir gagnrýnisþankar, sem mér eru efstir í huga eftir lesturinn, liggja
meira í því sem ekki er sagt í bókinni en því sem þar er skrifað. Þetta stafar
auðvitað af því að undirtitillinn, „Eldvirkni á Islandi í 10.000 ár", markar rit-
inu gríðarmikið efni, en textinn er hins vegar mjög stuttur. Bókin er 168 síður
í heild, en þar af er a.m.k. helmingur myndir og kort. Ritað mál er því ekki
nema 80-90 síður. Efnið er hins vegar vel samþjappað, og aðgengilegar töfl-
ur auka upplýsingagildið að miklum mun.
Vatnaöldur og Veiðivötn
A Veiðivatnasvæðinu hafa orðið mikilfengleg gos bæði á forsögulegum og
sögulegum tíma. Sögulegu gosin eru Vatnaöldugosið, sem varð um árið 900
og Veiðivatnagosið sem virðist hafa orðið um 1480. Guðrún Larsen hefur
rannsakað bæði þessi gos og svipt af þeim leyndardómshulunni með óvenju-
legri skarpskyggni sinni.
í sambandi við Vatnaöldugosið kemur fram sú skoðun hjá Ara, að þá hafi
orðið bæði öskugos og mikið hraungos á Veiðivatnasvæðinu. Ekki verður
séð á hvaða rökum það er byggt, því að ekkert umtalsvert hraun er þekkt frá
þessu gosi. Öskulagið, sem því var samfara, er þeim mun betur þekkt, en
það er hið víðkunna landnámslag. Ég hefði viljað sjá þessu ágæta öskulagi
gerð ögn betri skil hjá Ara. Með landnámslaginu er engu líkara en þeim sem
ræður eldinum í iðrum jarðar hafi orðið hugsað með hlýhug til sérfræðinga
framtíðarinnar. Það var ekki aðeins, að hann setti niður gott öskulag á þeim
mikilvægu tímamótum, sem urðu með landnáminu, heldur hafði hann
öskulagið sérlega auðþekkjanlegt. Það er tvílitt, Ijóst að ofan og dökkt að
neðan með sérkennilegri grænni slikju. Og ekki nóg með það, hann dreifði
laginu með jafnari hætti og yfir stærri hluta landsins en kunnugt er um nokk-
urt annað öskulag frá sögulegum tíma. Það er vart hægt að óska sér betra
leiðarlags í jarðvegi. Þessa vil ég, að jarðfræðingar og sögumenn minnist
jafnan með þakklæti, og það hefði Ari átt að gera.
Gosinu í Veiðivötnum hefði mátt gera hærra undir höfði, en það er afgreitt
með tveimur eða þremur setningum á bls. 77. Síðan er aftur minnst á þetta