Saga - 1987, Side 237
RITFREGNIR
235
gos í Torfajökulskaflanum, en hvergi er dregin upp heilleg mynd af því. Ari
segir þó, að 1477 hafi orðið mikið gos undir jökli, sennilega Dyngjujökli,
norðarlega í Veiðivatnagoskerfinu, og skömmu síðar, eða 1480 (+/- 11 ár),
hafi svo gosið í Veiðivötnum sjálfum. Þetta er nokkuð sérkennileg talnameð-
ferð, því að tölurnar segja ekkert um röð gosanna, og reyndar hafa rann-
sóknir ekki getað skorið úr um hvort gosanna var fyrr eða hvort um samtíma
gos var að ræða.
Veiðivötn eru einstök náttúruperla og ein fegursta listasmíð íslenska jarð-
eldsins. Svo einkennilega vill til, að hvergi er stafkrókur um gosið í annálum
eða fornum heimildum. Þó umturnaði það Landmannaafrétti og fjölförnum
veiðislóðum Skaftfellinga, Fiskivötnunum góðu. Umbrotin virðast hafa haf-
ist með gríðarlegri sprengigosavirkni á vatnasvæðinu, þegar kvikan leitaði
upp í gegn um vatnsósa jarðlögin svo þar myndaðist keðja af feiknastórum
sprengigígum, og er sá stærsti um 2,5 km í þvermál. Hann gæti leikandi
gleypt gíginn á Grjóthálsi, sem undir mynd á bls. 10 er sagður stærsti gígur
á Islandi. Samhliða sprengigosinu gaus hrauni á norðausturhluta sprung-
unnar. Þar myndaðist falleg klepragígaröð, og í kjölfar sprengivirkninnar á
suðvesturhlutanum hófst einnig hraungos inni í hinum nýmynduðu
sprengigígum. Eftir gosið leitaði jarðvatn inn á svæðið að nýju, fyllti lægðir
°g gíga, og Veiðivötn í núverandi mynd urðu til með gróðurvinjum sínum í
kolsvartri eyðimörk öskunnar úr þessum tveimur stórgosum. Þeir sem
aka um miðhálendi íslands hugsa víst fáir um, að þeir eru staddir í víðáttu-
mestu eyðimörk Evrópu, og í nágrenni Veiðivatna eru svörtustu eyðisandar
veraldar.
Hekla
I íslandseldum hefur Ari Trausti valið þann kostinn að nálgast efnið frá jarð-
eðlisfræðilegu sjónarhorni og skýra hlutina með plötuskriðskenninguna að
grundvelli. Þannig verður honum tíðrætt um hlutbráðnun, kvikuþrær,
kvikuhlaup, plötuskrið og gliðnun. Hins vegar sneiðir hann að mestu hjá
umfjöllun um sambúð þjóðarinnar við jarðeldinn og þau áhrif, sem eldvirkn-
m hefur haft á lífskjör fólks á liðnum öldum. Við þessu er í sjálfu sér ekkert
að segja, þótt óneitanlega hefðu margir kosið að fá umfjöllun um báðar þess-
ar hliðar. Um sambúð þjóðarinnar við drottningu íslenskra eldfjalla segir Ari
t-d. einungis:
Ekki er vitað hve margar jarðir Hekla hefur lagt í eyði. I eldritum
Markúsar Loftssonar segir að hún hafi eytt 5 hreppum að mestu, alls
90-100 býlum að minnsta kosti. Vafalítið eru þau fleiri.
Það er skrítið, að Ari skuli vitna í Markús Loftsson í þessu máli,
19. aldar fræðimann, því að beinna virðist liggja við að slá upp í þeim ítar-
legu gögnum, sem Sigurður Þórarinsson hefur dregið saman úr gömlum og
nýjum heimildum um Heklugos í Heklueldum sínum. Þar sem þessi grein er
skrifuð fyrir tímaritið Sögu datt mér í hug að athuga hvað þessar heimildir
segðu um búsifjar af völdum Heklu.
Tjón af völdum Heklugosa verður einkum með fernu móti. I fyrsta lagi af