Saga - 1987, Síða 238
236
RITFREGNIR
öskufalli, í öðru lagi af hraunrennsli, í þriðja lagi af völdum jarðskjálfta sam-
fara eldsumbrotunum og í fjórða lagi af flúormengun. Frá landnámi hafa orð-
ið a.m.k. 16 eiginleg Heklugos. Oft hafa þau ekki valdið umtalsverðum usla
en í sex gosum a.m.k hefur tjónið verið tilfinnanlegt, 1104, 1300, 1341, 1389,
1693 og 1766.
1104: Gosið lagði Þjórsárdal að mestu í auðn. Ekki er vitað, hversu margir
bæir voru í dalnum, en um 20 bæjarrústir hafa fundist þar. Sumir kunna að
hafa verið komnir í eyði þegar fyrir gosið, t.d. hafa fornleifarannsóknir sýnt,
að bærinn í Gjáskógum var kominn úr byggð fyrir gos. Munnmæli, sem
skráð eru í Biskupaannála sr. Jóns Egilssonar, segja að 11 bæir hafi farið í auðn
í Rauðukambagosi, en þar mun átt við þetta Heklugos. Þessi tala er ekki
ótrúleg. Þá fór einnig í eyði byggð á Hrunamannaafrétti. Þar hafa fundist
rústir fjögurra bæja, en líkur benda til, að þeir hafi verið fimm. Og enn innar
á öræfunum, við Tjarná austan Hvítárvatns, eru bæjarrústir, sem Sigurður
Þórarinsson telur að hafi farið í auðn við gosið 1104.
Engir af þessum bæjum byggðust aftur, en vafalítið hafa mun fleiri býli
lagst í auðn um stundarsakir eftir gosið. í þessu fyrsta gosi á sögulegum tíma
hefur Hekla því gereytt a.m.k. 16 bæjum.
1300: Gríðarlegt tjón varð í þessu gosi. 1 Næfurholti brann þak af húsum,
jarðskjálftar felldu bæinn að Skarði hinu eystra, og öskufall olli miklum
skaða á Norðurlandi. Að auki virðist hraunrennsli hafa tekið af a.m.k. einn
bæ, sem eftir örnefnum að dæma hefur heitið Ketilsstaðir. Sá bær byggðist
ekki framar.
1341: „Þá kom eldur í Heklufelli með svo miklu sandfalli að fénaður dó af
um vorið. Og sauðfé og nautfénaður dó mest um Rangárvöllu og eyddi
nálega 5 hreppa og víða annarsstaðar dóu naut manna af sandinum". Svo
segir í Lögmannsannál. Hér er það flúoreitrun og gaddur, sem er meginböl-
valdurinn. Flúormengun er fljót að hverfa, og þær jarðir sem fólk yfirgaf,
hafa vart staðið í eyði nema eitt ár eða svo. Ekki er vitað til, að.byggð hafi
neins staðar endanlega lagst af í þessu gosi.
1389: Hraunrennsli tók af kirkjustaðinn Skarð hið eystra og Tjaldastaði og
líklega einn bæ til viðbótar, sem eftir vitnisburði örnefna hefur heitið Kana-
staðir. Enginn þessara bæja var byggður upp, en líkur benda til, að bærinn
Selsund hafi verið byggður á gömlum selstöðum frá Skarði.
1693: Gosið hófst með óvenju kröftugu öskugosi, sem á örskömmum tíma
spillti 55 jörðum á Landi, í Hreppum og í Biskupstungum. Átta jarðir lögðust
af um skeið, sumar í meira en áratug, en allar byggðust þær þó aftur utan
ein. Sú jörð var Sandártunga í Þjórsárdal, sem oft hafði mátt þola skráveifur
frá Heklu og lét nú loks í minni pokann eftir nær 600 ára stríð.
1766: Þetta var lengsta Heklugos sem sögur fara af og fylgdi þvi bæði
öskufall og hraunrennsli svo mikið að einungis Skaftáreldahraun slær því við
hvað varðar gos á sögulegum tíma.
Á Suðurlandi lá mörgum jörðum við auðn, en þó var tjónið þar mun
minna en 1693, enda barst askan mest norður um land. í Skagafirði og Húna-
vatnssýslu hrundi búpeningur niður svo til auðnar horfði í sumum sveitum.
Þó er ekki vitað til, að neinar jarðir hafi horfið úr byggð í þessu gosi.