Saga - 1987, Qupperneq 239
RITFREGNIR
237
Af þessari upptalningu sést, að nokkuð öruggar heimildir eru um eina 20
bæi, sem eyðst hafa að fullu beinlínis af völdum Heklugosa. Gera má ráð
fyrir, að heimildir vanti um eyðiieggingu allmargra jarða til viðbótar, e.t.v.
annarra 20. En þær jarðir, sem hún hefur eytt um stundarsakir, eru margfait
fleiri og mörgum þeirra oftar en einu sinni. í þeim skilningi má vera, að tala
Markúsar Loftssonar, 90-100 býli, sé rétt.
Því má bæta við til fróðleiks, að þrátt fyrir orðstír sinn og mikilfengleik er
Hekla sennilega ekki skæðasta eldfjall landsins hvað viðkemur lífstjóni og
eigna-. Katla hefur eytt allmikilli byggð á Mýrdalssandi og í Álftaveri. Öræfa-
jökull lagði Litla-Hérað allt í auðn 1362 og bæi í Hornafirði og Lóni svo eyddi
fimm þingmannaleiðir. Hraun fór yfir 20 bæi í Skaftáreldum og olli slíkum
búsifjum, að lá við landauðn. Askja þurkaði út byggðina á Jökuldalsheiði og
fjölmörg býli í Vopnafirði og vxðar eystra í gosinu 1875. Enn er þó ótalið það
gos, sem flesta mannabústaði lagði í auðn á einu bretti, Eldfellsgosið í Vest-
mannaeyjum 1973, sem færði hátt á annað hundrað húsa undir hraun.
Mánáreyjar
Kaflinn um eldstöðvakerfi í sjó er ágætlega skrifaður með Vestmannaeyjar að
þungamiðju. í Mánáreyjagreininni læðist þó inn smá missögn, sem stafar
kannski af því, að hvergi hefur verið um málið skrifað. Þar kemur fram, að
eyjarnar séu að líkindum myndaðar í eldsumbrotum á nútíma. Eyjarnar eru
tvær og nefnast Lágey og Háey og eru ansi ólíkar bæði að aldri og efnisgerð.
Arið 1972 átti ég þess kost að fara þangað út með Sveini Jakobssyni. Ég vissi
ekkert í minn haus um jarðfræði á þessum árum, en ég man, að það kom
Sveini nokkuð á óvart að sjá muninn á eyjunum. Háey rís brött úr sjó, gerð
úr dæmigerðu lagskiptu gosmóbergi. Niður við sjó er gat í gegnum eyjar-
stöpulinn, sem sigla má bátum gegnum. Eyjan er nauðalík sumum Vest-
mannaeyjum og er vafalítið mynduð við gos á nútíma. Lágey er mun eldri.
Hún er gerð úr grágrýti, líkt og Flatey á Skjálfanda og Grímsey, en ofan á
henni liggur þykk jökulbergskápa. Grágrýtið er rispað og grópað eftir jökul-
xnn og stefna rákirnar sunnanvert við Grímsey. Eyjan virðist því mynduð á
einhverju hlýskeiði ísaldarinnar.
Reykjanesskagi
1 Reykjaneskaflanum er dæmi um hvernig ágiskanir geta stundum breyst í
vísindalegar staðreyndir. Þetta hefur gerst í töflunni um dyngjur á Reykja-
nesskaga. í lýsingum hrauna á Reykjanesskaga reynir Jón Jónson iðulega að
weta flatarmál og rúmmál hraunanna. Oft má fara nokkuð nærri um út-
breiðslu þeirra, en rúmmálið verður ekki reiknað nema hafa vitneskju um
nieðalþykkt, en þeirrar vitneskju er erfitt að afla nema með borunum. Þar
sem sársjaldan hefur verið borað í dyngjuhraun Reykjanesskagans, byggjast
lúmmálsreikningar Jóns á grófum ágiskunum eins og hann tekur fram í lýs-
'ngum sínum. í töflunni á bls. 132 eru rúmmálstölurnar birtar án fyrirvara.
Þykktartölur eru ekki sýndar í töflunni, en þeir sem áhuga hefðu á slíkum