Saga - 1987, Síða 240
238
RITFREGNIR
hlutum myndu fljótt finna sér til furðu, að tíu dyngjuhraun á Reykjanes-
skaga og þar á meðal öll þau stærstu væru jafnþykk og hefðu rétt um 40 m
meðalþykkt.
í stað þessarar töflu hefði ég viljað sjá ögn nánari umfjöllun um dyngjurn-
ar i texta. Dyngjuhraunin eru drjúgur helmingur allra hrauna á Reykjanes-
skaga að flatarmáli til og eru ráðandi þáttur í landmótuninni. Landauki af
þeirra völdum frá ísaldarlokum nemur tugum eða hundruðum ferkílómetra.
Dyngjukortið um dreifingu þeirra á Reykjanesskaga sýnir einungis gígana
sjálfa. Par hefði verið kjörið að sýna einnig útbreiðslu hraunanna.
Sigmundur Einarsson, sem er flestum mönnum fróðari um eldvirkni og
hraun á Reykjanesskagay hefur tjáð mér, að það geti engan veginn talist
einhlítt hvar skipa beri Eldborg í Svínahrauni í eldstöðvakerfi. Petta er hið
fræga eldvarp, er gaus um alþingistímann árið 1000, þegar þjóðin kastaði
sinni góðu og gömlu trú, en tók að dýrka Palestínuarabann Jesúm frá Nasa-
ret. Ari Trausti stingur henni inn í Brennisteinsfjallakerfið. Gái maður á kort
situr hún á milli kerfa, en er þó ögn nær Hengilskerfi en Brennisteinsfjöllum;
fellur þó illa að því. E.t.v. er þetta dæmi um, að ekkert kerfi er fullkomlega
eldtraust, ekki einu sinni kerfi eldstöðvakerfanna.
Myndefni
Ekki verður fjallað svo um þessa bók, að ekki sé minnst á myndefnið í henni.
Pví er ætlað mikið hlutverk. Myndir eru í hverri opnu og oftast fleiri en ein.
í inngangi bókarinnar segir, að myndirnar séu nokkuð misjafnar að gæðum,
enda hafi myndefnið oft ráðið meiru en listfengið við val þeirra. Nú er það
reyndar svo, að listræn gæði og fræðilegt gildi ljósmyndar fara að jafnaði
saman, léleg mynd frá listrænu sjónarmiði er oftast einnig léleg skýringar-
mynd. Margar fyrsta flokks myndir eru í íslandseldum, og sumar eru hrein
og klár listaverk, en þar eru einnig margar þriðja flokks myndir, óþarflega
margar að mínu mati. Svo dæmi séu tekin af þessum myndum og byrjað á
þeim góðu, þá gef ég Öskjumyndinni á bls. 40-41 fyrstu verðlaun. Myndin
er sögð vera eftir Bessa Aðalsteinsson, en er raunar tekin af Snorra P. Snorra-
syni, en það skiptir ekki höfuðmáli, þvi að Bessi á aðra jafngóða mynd af
Öskju. Myndin er tekin úr flugvél til SV yfir Dyngjufjöll og Öskju í morgun-
sól. Nýsnævi er á fjöllunum, svo þau lyfta sér í skærri birtu yfir dökkarbreið-
ur Ódáðahrauns. Hver einasti dráttur landslagsins er skýr. Dimmleitt Öskju-
vatn, sem myndaðist eftir gosið 1875, sést umgirt miklu stærri og víðari
öskju, sem talin er mynduð síðia á ísöld. Myndin vekur grun um, að hamfar-
irnar 1875 hafi einungis verið lognkyrr moðreykur í samanburði við þau
umbrot, sem þarna geti átt sér stað.
Nokkrar listagóðar myndir Sigurðar Þórarinssonar prýða einnig bókina,
t.d. hin fræga mynd frá Kröflueldum 1981 (bls. 17). Par skrúfast glóandi
hraunspýja upp frá ólgandi kvikuvök í hálfstorknu hrauninu, en landið í
baksýn er titrandi í tíbrá. Einnig á Sigurður tvær yfirlitsmyndir af Kröflueld-
um afbragðsgóðar. Önnur er rökkurmynd, þar sem „logandi standa í langri
röð / ljósin á gígastjaka", og dumbrauðir hraunstraumarnir flæða frá eld-