Saga - 1987, Síða 242
240
RITFREGNIR
athuga svo hvaða úrlausn bókin gæfi. Yfirleitt stóðst bókin prófið, og oftast
hélt fólk áfram að fletta og skoða þegar það hafði á annað borð opnað bókina.
Þetta finnst mér reyndar öruggari dómur um ágæti verksins en sérfræðilegar
vangaveltur um tittlingaskít.
Árni Hjartarson
Árni Björnsson: ÞORRABLÓT Á ÍSLANDI. Örn og Örlyg-
ur. Bókaklúbbur. Reykjavík 1986. 256 bls. Myndir og
skrár.
Efni bókarinnar skipast þannig, að fremst koma efnisyfirlit og stuttur formáli
(á fimm bls.), meginmál er á bls. 13-233 og er því á 220 blaðsíðum, en skrá
um tilvísanir, sem jafnframt er heimildaskrá verksins, er á næstu tíu blaðsíð-
um þar aftan við. Lykill að óprentuðum heimildum (þ.e.skammstafanir um
handritasöfn o.s.frv.) er aftast í þessu (bls. 243) og frekar lítið áberandi (ekki
getið í efnisyfirliti), en samkvæmt almennri lestrarreglu frá vinstri til hægri
hefði lesandi vænzt tilvísanalykilsins á undan tilvísunum. Á næstu 12 bls.
eru fjórar aðrar skrár, um persónunöfn, staðanöfn, valin atriðisorð og
myndir. Valin atriðisorð eru flest sérnöfn önnur en staða og persóna, en þar
að auki dagaheiti og árstíma. Árstíðar- eða mánaðarheitið þorri er þó ekki
tínt fram hér (en þorraþræll, þrettándinn, nýár, aðfangadagskvöld jóla og
fáein fleiri heiti), en Þorri er í persónunafnaskránni og vísað til, að hans sé
getið „á næstum hverri bls." Skv. myndaskrá eru myndirnar ekki færri en 85
talsins, og er gott fróðleiksgagn að þeim mörgum, auk þess sem þær eru til
„prýði" í meginmáli. Allra aftast (bls. 256) er örstutt ágrip um bókarefnið á
þýzku.
Þessi útbúnaður virðist sýna okkur verk, sem stefnir til fræðibókar, þ.e.
reyni að leggja þekkingargrunn, m.a. með því að segja lesanda sínum hvað
hann getur vitað og hvað ekki. Þó er sá misbrestur á, að heimildir og tilvís-
anir eru ekki greindar í sundur. Þá hefði verið ólíku fljótlegra að gera sér í
upphafssvip grein fyrir heimildunum, bæði frumheimildum og rannsóknar-
ritum.
Sagt er, að í upphafi skuli endirinn skoða. Það er rétt, að þannig fer þeim
oft sem virðir fyrir sér nýja bók. Hann áttar sig fyrst á upphafi og endi, tak-
mörkum og takmörkunum, umgerðarútbúnaðinum. En nú skal vikið að
meginmáli bókarinnar, blaðsíðunum 220 í miðið. Það efni skiptist í fjóra
hluta, en af þeim telst aðeins einn vera „meginþáttur þessarar bókar" sam-
kvæmt orðum höfundar í formála, en það er sá hluti, sem ber yfirskriftina
Þorrablót (bls. 13-96). Sá hluti einn fjallar beinlínis „um uppruna og sögu
þorrablóta", og hann er „kafli úr allviðamiklu riti um hátíðisdaga íslendinga,
sem nú er í smíðum". í þeim orðum höfum við fengið að vita, að hinirbókar-
hlutarnir, sem eru Þorrablótsvísur (bls. 123-182), Þorrabragir (bls. 185-217) og
Formálar og minni (bls. 221-233), teljist ekki meginþættir í bókinni, enda er
það ekki frumsamið efni, heldur útgáfa höfundar á eldra efni í bundnu og