Saga - 1987, Blaðsíða 243
RITFREGNIR
241
lausu máli, sem lýtur að Þorra, þorra eða þorrablótum eða öðrum mannfagn-
aði - eða gæti lotið að honum. Um það efni mun höfundur ekki sízt vera að
hugsa í upphafi formálans í svofelldum orðum: „Vonandi hafa menn úr ein-
hverju að moða í því efni sem hér fer á eftir og notast mætti við í slíkum
mannfagnaði", en vitaskuld geta menn í slíku viðfangi einnig haft not af
þekkingarframlagi höfundarins í frumsamda hlutanum.
Þetta kallar fram spurninguna: Er bókin fróðleiksbók í þágu skemmtunar
eða rannsóknarrit? Svarið hlýtur að vera: Henni er ætlað hvorttveggja hlut-
verkið, úr því að hér er kominn kafli úr því viðameira verki um hátíðisdaga,
sem í vændum er og á að verða rannsóknarrit.
Utgáfubálkarnir þrír (söngvar, kvæði, endurnotaræður) styðja að sjálf-
sögðu við meginefnið, því að þar eru heimildir um hugmyndir manna um
margt sem að efninu lýtur. Sum kvæðin eru þannig notuð í bókinni, að tekn-
ir eru upp í fræðihlutanum partar úr kveðskap, sem síðar er birtur í heild.
Rétt er að líta stuttlega á þessa útgáfubálka.
Þorrablótsvísurnar eru 26 söngvar, sem ortir voru og sungnir á samkom-
um á síðara hluta aldarinnar sem leið og fram yfir aldamótin. Þeir eru hér
teknir og prentaðir eftir sem upphaflegustum heimildum. Reynt er að finna
upphaflegu lögin við kvæðin, og eru nóturnar prentaðar hér líka. Sigurður
Rúnar Jónsson hefur annazt nótnaskrift og aðlögun nótna að textum. En ekki
hefur með vissu tekizt að finna upphaflegu lögin við nema um helming
kvæðanna, en annars er gripið til líklegra og viðeigandi sönglaga úr samtíð
þeirra og þau sett við. Hér er því líklega á ferðinni hin fyrsta eiginlega þorra-
blótssöngvabók, sem fram hefur komið.
Vel má trúa, að mikil fræðimannleg vinna hafi farið í það verk að finna sem
upphaflegasta texta og lög, þótt sýnilega hafi það ekki alltaf tekizt um lögin.
Eitt kvæðið, Full Þórs eftir Björn M. Ólsen frá 1873 í Kaupmannahöfn, er án
lags þrátt fyrir mikla eftirgrennslan og þrátt fyrir það, að lagboði er í frumút-
gáfunni (væntanlega smáprent), en það danska vísuorð, sem þar er gefið,
vekur ekki lengur upp lag í hugum þeirra fræðimanna, sem nú eru á dögum
°g til hefur verið leitað. Og ekki lítur út fyrir, að orðið hafi fyrir aðstandend-
um annað lag, sem syngja mætti kvæðið við. Fyrir slíkum vandamálum sem
þessum er gerð grein í nokkrum línum á undan hverju kvæði. Þessi rann-
sóknarefni eru svo sérstæð í eðli sínu, að þeim sem hér heldur á penna þykir
ekki fara vel á því að marka þeim ekki sérstakan bás í fræðilega apparatinu
aftanvið (tilvísunum). Það vekur líka nokkra furðu, svo mikil vinna sem í
þessu efni hlýtur að liggja, að ekki skuli á kerfislegan hátt greint frá heimild
hvers prentaðs texta, á sama hátt og gert er um bragina í næsta bálki á eftir.
Auk þess kemur ekki fram, hver sé afstaða þess sem hér er prentað gagnvart
uðru efni af sama tagi, sem til kann að vera í söfnum. Er hér aðeins um úrval
að ræða og er þá miklu meira til? Sé svo, hefði mátt auka gildi bókarinnar til
muna með einhvers konar skrá um það.
Næsti bálkur, Þorrabragir, er úrval, sjö kvæði um Þorra eftir sjö skáldpresta
a 12.-19. öld, og öll kvæðin áður óprentuð nema Þorrabálkur séra Snorra á
Húsafelli. Eins og í hinum útgáfubálkunum tveimur er í stuttum inngangi
gerð grein fyrir útgáfuaðferðinni, og kemur þar ljóslega fram, að um fræði-
16