Saga - 1987, Page 244
242
RITFREGNIR
legar undirstöðuútgáfur kvæðanna er ekki að ræða. Pað sést t.a.m. af því,
þótt ekki bæri annað til, að ekki er frá því greint með hvaða röksemdum valið
er handrit til að prenta hvert kvæði eftir. Hins vegar er tekið fram í aftan-
málsgreinum, hver þau eru, en ekki rætt um texta annarra handrita. Um
brenglaða eða torskilda staði segir útgefandi:
Oft tekst að leysa úr ... vafaatriðum með því að bera saman ...
handrit... Stundum virðast þó öll handrit brengluð á sama stað og þó
hvert með sínum hætti. Því veldur sjálfsagt torskilin hugsun eða
skrift í frumriti. Stöku sinnum hafa orð einnig fallið niður hjá skrif-
ara, og er þá líklegu orði bætt í skarðið innan hornklofa [þ.e. í útgáf-
unni]. Hið sama er gert, ef ókleift reyndist með öllu að lesa úr skrift-
inni, svo að viðunandi þætti.
Slík hornklofaorð eru þrjú í prentuninni á kvæði sr. Árna Þorvarðarsonar
á Þingvöllum, og ekki hef ég komið auga á nein fleiri í öðrum af þessum
merkilegu kvæðum, og þykir mér það grunsamlega fátt. Benda má og á, að
auðkenna hefði mátt öll orð í textum, sem tekin eru úr öðrum handritum en
því sem prentað er eftir. Og alþýðleg útgáfa ætti gjarna að hafa skýringar við
torskilda staði, en þær bjóðast hér engar. Hefði þó mátt hafa þær aftanmáls
eins og annað apparat. Mér detta í hug staðir á borð við þann, þegar sr.
Brynjólfur Halldórsson viðhefur lýsingarorðin „flestur og brúnabrettur" um
Þorra karl (í kvæði sem gripið er niður í á bls. 27, þ.e. utan þessa bálks).
Varla mun hver lesandi óstuddur átta sig á því, að flestur sé flæstur, þ.e.
flenntur.
í þriðja útgáfubálkinum, Formálar og minni, eru allir textarnir nema einn
(mælt fyrir vítabikar) endurprentaðir eftir góðri útgáfu. Að því er að hyggja,
að mörg slík minni og formálar einskorðast samkvæmt eðli sínu alls ekki við
eina tegund samkomu. Því hefur útgefandi nú leyft sér að skipta um viss orð
í textunum ummerkjalaust til þess að þeir gætu hæft þorrablótum, t.d. sett
orðið blót inn fyrir orðið brúðkaup. Hefði þó ekki átt að þurfa að hafa mikið
fyrir því að auðkenna slíka staði.
Kjarni bókarinnar fjallar um þorrablót á rúmum 80 bls. og er í þremur
köflum. í þeim fyrsta, Þorrablót í heiðni, er rakið það sem helzt verður vitað
um merkingu orðsins og eiginnafnsins þorri-Þorri, gerð grein fyrir elztu
heimildum okkar um þetta, og í beinu framhaldi af því reynt að grilla út frá
almennri þekkingu og hliðstæðum í miðsvetrarfagnað í heiðnum sið. Um
þann fagnað, í hlutverki blóts, er reyndar sjálft orðið þorrablót helzta beina
heimildin. Það kemur fyrst fram í (samstofna) þáttunum Hversu Noregur
byggðist og Fundinn Noregur í Flateyjarbók, en nærfellt tveim öldum fyrr kemur
mánaðarheitið þorri fram í rímbókinni G.k.s. 1812 4to (12. öld) og raunar
víðar. Höfundur segir (bls. 19), að upprunaskýringar og mat á þeim skipti
litlu máli „í þessu viðfangi", sem er vitaskuld blótin sjálf. Rétt er það, að
verja má að taka sér fasta stöðu á því viðhorfi. En úr því að heimildir eru svo
fáar, og engar fornar þorrab/ófs-lýsingar til, hefði mátt vænta þess, að
höfundur gerði sér far um að ná þeirri þekkingu út úr nafninu sjálfu sem
framast mætti. Vitanlega er það ókristið, þ.e. forkristið og heiðið nafn, en
höfundur vill sýnilega ekki kafa í spurningar því tengdar. Hann getur aðeins