Saga - 1987, Blaðsíða 245
RITFREGNIR
243
helztu orðsifjahugmynda, sem fram hafa komið (bls. 14), og kemst þá svo að
orði: „Málspekingar eru reyndar síður en svo á einu máli um merkingu orðs-
ins þorri, og er það svo sem engin nýlunda. Hér skulu fimm kenningar
nefndar..." (leturbreyt. hér). Hann nefnir þær stuttlega, en leiðir þær annars
hjá sér. Aftan við þessa grein er síðan settur eini aftanmálsgreinaboði
hennar, og þegar þangað er flett, blasir við tæprar blaðsíðu löng upptalning
heimildarita (19 talsins). Lesandi ókunnugur efninu mundi eiga bágt með að
hafa verulegt gagn af þeim sjó. Hann veit aðeins, að í þessum fræðilegu rit-
um öllum er eitthvað, sem að efninu lýtur. Nefna má með saknaði, að hér
sést ekki vitnað í merkar og gagnorðar uppflettigreinar um þorra og góu í
Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder, því að þær eru einmitt æskilegur
fyrsti lestur fyrir þann, sem vill fara að kynna sér efnið svolítið fræðilega.
Þótt hægt sé að hugsa sér rannsóknarrit um þorrab/óf án þess að fara gizka
langt út í orðsifjar og merkingarhugmyndir, ætti heimildafátæktin þó að ýta
undir. Að minni hyggju væri það eitt af eðlilegum upphafsverkum slíkrar
rannsóknar að reyna að draga þá þekkingu úr orðinu sem fundin verður.
Ófýsi bókarhöfundar ti! þessa er auðfundin í blæ þess sem hann segir um
málfræðinga.
Hinir tveir meginkaflar bókarkjarnans eru svo Porri á síðari öldum og Endur-
vakning þorrablóta, en þar á eftir fer ljósmyndabálkur (bls. 97-120), mjög svo
fróðlegur í sjálfum sér. Endurvakning þorrablóta á öldinni sem leið er í raun-
inni sérstakt viðfangsefni. Hún spratt úr rómantískum hugarfarshræringum,
og þá verður um að ræða félagasamkomur en ekki heimilisdagamun, og það
er svo í rauninni þetta, sem hefur eignazt endurnýjað líf á okkar dögum.
Þetta er folklorismi, hugmynd eða raunverufyrirbæri sótt að láni í eldri tíð og
gert að nýjum sið í samkvæmis- eða helgisiðahaldi. Nýtt ritúal verður til og
gegnir hlutverki í mannlífinu, og e.t.v. skiptir þá litlu hvort það sækir sem fé-
lagsfyrirbæri meira eða minna til fomra hefða. En það er hlutskipti fræðimanns-
ins að leita rótanna og samhengisins, og sýna okkur feril þróunarinnar.
Heimildir um þorra frá öldunum eftir siðskipti em einkum kvæði sr.
Bjarna Gissurarsonar og fleiri skálda (sbr. þorrakvæðabálkinn), fyrir utan
stórmerkilegt bréf sr. Jóns Halldórssonar í Hítardal til Árna Magnússonar
1728. í kvæðunum kemur fram fornfræðikunnátta. Skáldin em lærðir menn
á öld endurreisnar og lærdóms. Sú spuming liggur nærri, hvort hughræring-
ar renisansins kunni ekki að hafa valdið einhvers konar endurvakningu
þjóðsiðar, sem kynni að hafa verið gleymdur að mestu, eitthvað hliðstætt því
sem síðar varð? En allt um það bendir margt til, að lengstum muni hafa lifað
' landi dagamunar-siðir tengdir hörðustu tíð ársins og persónugervingi
hennar, hvort sem þorri hefur að upphafi verið annað og fleira eða ekki.
Gaman er að hugleiða hugmyndina í kvæðunum um heimsókn vættarinnar
á hvern bæ í sveit, og að velfamaður mannanna sé þá kominn undir réttum
viðtökum og með hæfilegri rausn samkvæmt anda Hávamálaboðsins, að
"fjár síns, er fengit hefir, skylit maður þörf þola", og það allra sízt, ef hægt
v*ri með rausn að milda hörkuna. En þegar fyrirmenn á 19. öld og félög á 20.
öld gangast fyrir þorrablótum, er háski hins eðlilega lífs, undirrót vættar-
hlótsins, í rauninni týndur þeim. Eftir stendur þó þörfin að auka sér fjör á