Saga - 1987, Page 246
244
RITFREGNIR
mest þrúgandi tíma ársins. í slíku alþýðlegu helgihaldi eða dagamun kemur
fram upprunaleg þörf, og það styrkir manni þá trú, að meira sé um að vera
en fornfræðauppátæki í mannfélagi sr. Bjarna Gissurarsonar og aldar hans,
einnig gamall alþýðlegur siður. Sú trú fær mjög mikinn stuðning af ummæl-
um sr. Jóns í Hítardal, ekki sízt vegna þess hve lítið honum er í rauninni um
að tala um þetta.
í þessum tveimur síðari köflum bókarkjarnans er talsvert unnið úr heim-
ildum, sem Pjóðminjasafnið hefur safnað (þjóðháttadeild), þannig að ófróð-
um lesanda ætti að geta orðið ljóst gildi þess starfs; það er í rauninni ómetan-
legt. Þessar heimildir leggja t.d. drjúgt af mörkum til þess, að gerlegt reynist
að greina nokkurn mun milli landshluta um þá siði, sem tengjast þorra. Með
slíkar heimildir þarf að fara af margvíslegri varúð, en grundvallaratriði er
vitaskuld að skilja þær rétt. Lesa þær rétt, ef ritaðar eru. I bókinni eru margar
beinar tilvitnanir úr slíkum textum. Ég hef ekki reynt að átta mig á gagnrýn-
inn hátt á meðferð þeirra í bókinni, en hins vegar stakk í augu í frásögn eftir
Björn á Syðra-Laugalandi (bls. 83-84), að talað er um samkomuhús í Kaup-
angi, byggt 1954. Þar finnst mér muni hljóta að standa Freyvangi í handriti, því
ég held ekki að neitt samkomuhús hafi verið reist í Kaupangi á þessari öld, og
félagsheimilið Freyvangur er svo að segja við túngarðinn á Laugalandi.
Bókin er greiðfærlega skrifuð og hressilega, en fyrir kemur, að sú tilfinning
gerir vart við sig, að gerð textans sé ekki lokið. Um hlaup kringum bæ á
fyrsta þorramorgni er rætt (bls. 40) og sagt, að ekki þyrftu slík hlaup að vera
„nein frágangssök". Og síðan:
Menn sváfu oftast naktir í baðstofunni, sem oft gat verið héluð innan
á morgnana, svo að þar hefur ekki verið öllu hlýrra en í venjulegum
kæliskáp nú á dögum [hér vitnað aftanmáls um baðstofukuldann til
Sjálfsævisögu Hannesar Þorsteinssonar, en ætli þar sé nokkuð um
kæliskáp?]. Viðbrigðin að koma út úr bænum þurftu því ekki að vera
neitt gífurleg. Auk þess er morgunleikfimi af þessu tagi engum
óholl, ef menn hlaupa sér til hita og dúða sig vel... [á eftir].
í samhenginu er gert ráð fyrir, að menn hafi verið „nær naktir" að hoppa
á öðrum fæti kringum bæinn. Setningin um nekt sofenda bendir manni á
annan skilning nektar og bókstaflegri en venjulega felst í orðasambandinu að
sofa nakinn (þ.e. án íverufata). Auðvitað sváfu menn ekki naktir, heldur í
rúmfötum og höfðu á sér hlýtt þar, og voru varla mikið á ferli fáklæddir í
napurköldum baðstofum. Orðin um svefn-nekt villa um í samhenginu.
Textastykkið er ekki fullsamið, meðan svo er. Vitaskuld hafa viðbrigðin að
koma út úr bæ oft ekki verið mikil, en viðbrigðin að skreiðast ber undan heit-
um sængurfötum hljóta að hafa verið það. Einkennilegt er, litlu neðar á
sömu bls., þegar þessu athæfi er líkt, sennilega með góðum rétti, við tiltekjur
fólks í ýmissi vorgleði sunnar í Iöndum, að athafnir af þessu tagi fá nafnið
hundakúnstir hjá þjóðháttafræðingi, sem gerir sér Ijóst, að þær geta haft
mikilsverða merkingu og tilgang. Ekki mun oft sótt svo langt til hressileika í
stíl, að fræðimenn viðhafi gildishlaðin auvirðingarorð um viðfangsefni, sem
eru þeim rannsóknar virði.
Þessi sýnishorn, og það, sem áður var að vikið um orðsifjar, segir mér, að