Saga - 1987, Qupperneq 247
RITFREGNIR
245
það muni óheppilega og ranglega orðað í formála, að bókarþátturinn um
þorrablótin sé kafli úr (væntanlegu) rannsóknarriti um hátíðisdaga. Réttara
muni, að hér sé sama efni borið fram á því stigi rannsóknarinnar sem nú er.
í því sambandi er rétt að geta þess, að höfundurinn hefur áður (í heiðursriti
handa Kristjáni Eldjárn 1976) birt rannsókn um þorrablót á eldra stigi, og hef
ég ekki komið auga á að hennar sé getið í bókinni.
Þó að hér hafi verið reynt að gera lesendum Sögu talsverða grein fyrir efni
°g umgripi þessarar bókar, og þó að sá sem það gerir hafi hyllzt til að reka
augu í sitthvað, sem helzt ætti betur að vera, þá er hér um að hugsa þarflega
bók. Bæði rekur hún saman þá þekkingu, sem við áttum fyrir hér og þar,
bætir ýmsu við og gefur íhugunarverða heildarmynd - auk þess að vera
alþýðuhandbók í vetrarveizluhaldi, sem víða mun lesin og notuð, eins og
onnur rit höfundar um hátíðir og merkisdaga. Ég hef verið ögn nöldursam-
ur, en er það ekki að verða goðgá að vera að biðja um bækur, ósmitaðar með
öllu af þeirri æðisótt í bókagerð eins og annarri fjölmiðlun sem ganar áfram
a einfætishoppi með aðra brókarskálmina dinglandi á eftir sér? Þetta æði
veldur því víða, að gerð bóka fær ekki að hafa þann eðlilega gang að hrein
rannsóknarrit komi fyrst, en síðar alþýðleg rit, sem túlki þekkinguna í
aðgengilegri mynd, og meira aðlaðandi. Þessi bók er beggja blands, en það
er og verður vandamál, hvernig á slíku skuli halda. Bækur Árna Björnssonar
eru eitt af því sem hlýtur að orka gegn því, að smáþjóðarmenningu okkar
flæði uppi sem fénað á þaraskeri í aðfallsöldu fjöimiðlunaróskapanna.
Eftir að hafa flett bókinni nokkuð var ég staddur í almennri biðstofu og
heyrði þar konu einhvers staðar fyrir aftan mig segja kunningja sínum frá
því, að hún mundi bráðum fara til London með manni sínum, sem ynni hjá
(þjóðþrifafyrirtækinu) X, til þess að taka þátt í árshátíð fyrirtækisins. Nú?,
spurði kunninginn. Jú, árshátíð fyrirtækisins á að vera einmitt þetta, og það
býður starfsfólki og einkafélögum þess í ferðina. Það verður flogið í hóp til
London, og það er árshátíðin. - Og hvað á að gera þar? Svar: Fyrra kvöldið
® að fara á eitthvert yfirtaks merkilegt diskótek. Og það síðara: Það á að fara
a annað diskótek. Það heyrðist á, að konan var ekki mjög hrifin af hugmynd-
inni! - Það var þá líka þorrablót, varð mér á að hugsa, og stuðlar að því, að
ekki hrúgist upp of mikið almannafé til að nota til ræktunar á þjóðmenning-
arblettinum.
Davíð Erlingsson
Björg Einarsdóttir: ÚR ÆVI OG STARFl ÍSLENSKRA
KVENNA II og III. Erindi flutt í Ríkisútvarpið 1984-1985.
Bókrún. Reykjavík 1986. 403 bls. og 420 bls. Myndir,
skrár.
I
Á síðasta ári komu út annað og þriðja bindi safnrits Bjargar Einarsdóttur,
Sem ber heitið Úr ævi og starfi íslenskra kvenna. í ritum þessum eru erindi, sem