Saga - 1987, Page 248
246
RITFREGNIR
Björg flutti í Ríkisútvarpið á árunum 1984 og 1985. Fyrsta bindi safnritsins
kom út 1984 og birtist ritfregn um það eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í
Sögu 1985 (299-305). Nú er lokið útgáfu þessa safnrits, sem hlotið hefur ákaf-
lega góðar undirtektir almennings sem marka má af því, að nú er verið að
prenta fyrsta bindi í þriðja sinn. Höfundur hefur síðustu áratugi verið í for-
ystusveit kvenréttindakvenna hér á landi og lagt af mörkum mikið starf á
þeim vettvangi. Hún var varaformaður Kvenréttindafélags íslands 1976-
1981 og var 1976 kjörin í stjórn Alþjóðasamtaka kvenréttindafélaga (Intema-
tional Alliance of Women - IAW) og sat í henni til 1979. Næstu þrjú ár stýrði
hún einni af fastanefndum samtakanna, en hlutverk hennar er að halda uppi
tengslum við Sameinuðu þjóðirnar, sem hafa allt frá 1948 haft starfandi sér-
staka Kvennanefnd (The Status of Women Commission) innan sinna
vébanda. Björg hefur því tekið virkan þátt í starfi að jafnréttismálum á
alþjóðavettvangi. Hún sat í Jafnréttisráði eftir að það var stofnað 1976 og var
formaður ráðgjafarnefndar ráðsins og hefur einkum beitt sér í atvinnu- og
launamálum kvenna. Hún var í forystu um stofnun Framkvæmdanefndar
um launamál kvenna, sem stofnuð var haustið 1983. Par er um að ræða sam-
starf kvenna úr öllum stjórnmálaflokkum í þeim tilgangi að koma á launa-
jafnrétti kynjanna. Auk þess að hafa skrifað fjölda greina í blöð og tímarit var
Björg ritstjóri ritverksins Ljósmæður á íslandi, sem kom út 1984. í æviágripum
ljósmæðra í stéttartalinu er sú nýjung, að kvenleggur er rakinn til jafns við
karllegg, en slíkt er fáséð í ritum af þessu tagi - og til ómældrar gleði fyrir þá,
sem sinna þessum þætti þjóðarsögunnar.
I inngangsorðum að öðru bindi kemst Björg svo að orði: „Hér er ekki um
eiginlega sagnfræði að ræða heldur fróðleik um nokkurn hóp kvenna sem
var uppi á 19. öld og fram á okkar daga. Tilgangur með þessari söfnun fróð-
leiks er að vekja athygli á að þarna er óskráð saga sem kemur ekki nema að
Iitlu leyti til skila í almennri söguritun". Þessi orð höfundar benda okkur
vissulega á, að við búum ekki vel að bókum um sögu íslenskra kvenna. í
þeim efnum stöndum við langt að baki nágrannaþjóðum okkar. Á hinn bóg-
inn hefur ræst úr á margan hátt undanfarin ár með ritun kvennasögu og ekki
ástæða til svartsýni með vaxandi fjölda kvenna í stétt sagnfræðinga. Vert er
hér að minna á rit Önnu Sigurðardóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns ís-
lands, Vinnakvennaá íslandi íllOOár, sem komút 1985 ogmikill fengurerað.
Kvennasöguritun víða um heim frá því um 1970 hefur verið margbreyti-
leg. Annars vegar hefur þekking okkar á konum í tímans rás aukist með til-
komu bóka um konur og hins vegar hefur verið reynt að endurskoða söguna
frá sjónarhóli kvenna. í því felst, að nýrra spuminga er spurt um efni, sem
ekki hefur áður verið sinnt. Enda þótt ekki sé hægt að telja allt, sem skrifað
hefur verið um konur, kvennasögu eða femíníska sögu, er hér á ferðinni
kvennasaga af því tagi, sem nefnd hefur verið framlags-saga kvenna
(women's contribution history), framlag kvenna til mótunar samfélagsins.
Hér er fjallað um konur fyrri tíma, lífskjör þeirra og athafnir á miklu breyt-
ingaskeiði í íslensku samfélagi. Björg skipar sér í sveit þeirra, sem skrifa um
frammákonur, „women worthies", þ.e.a.s. fjalla um frægar eða óvanalegar
konur. Sú aðferð kvennasöguritunar á rætur að rekja til óska kvenna um