Saga - 1987, Qupperneq 251
RITFREGNIR
249
kvenna, sem hafði verið kappsmál Ingibjargar. Með öðrum orðurn: Guðrún
setti velferðarmálin ofar öðrum málum, en Ingibjörg virðist láta sig bætta
réttarstöðu kvenna mestu varða. Hafa ber í huga, að aðstæður í þjóðfélaginu
voru aðrar á dögum Ingibjargar en Guðrúnar, þegar afleiðingar kreppunnar
settu mark sitt á kjör og aðstæður kvenna ekki síður en karla.
Víða koma fram hin ólíku viðhorf gagnvart störfum kvenna og karla,
t-a.m. tvívegis í greininni um Ástu málara. Annars vegar þegar Ásta falaðist
eftir skipsrúmi hjá skipstjóra, sem hún þekkti, en hann neitaði henni um það
með þeim rökum, að það væri meira en lítið siðlaust af ungri stúlku að vilja
vmna innan um eintóma karlmenn. Sagðist hann þó vita, að hún væri sæmi-
legur sjómaður. Hins vegar, þegar hún reyndi að komast í málaranám og
málarinn var vantrúaður á að stúlka gæti verið við nám innan um alls konar
handverksmenn, trésmiði, múrara og járnsmiði, því að starfið væri erfitt og
tæki fjögur ár að læra það. Það, sem fyrir Ástu vakti, var að geta létt undir
með fjölskyldu sinni, en til þess þurfti hún að komast í betur launað starf en
konum stóð til boða. Víða í þáttunum kemur fram, hve fjölskyldan er veiga-
mikill þáttur í lífi kvenna, en bandarískir sagnfræðingar hafa sýnt fram á, að
skyldurækni við fjölskylduna var höfuðatriði i fórnfúsu starfi kvenna jafnt
mnan heimilisins sem í starfi utan þess.
III
1 þriðja og síðasta bindi safnritsins fjallar höfundur um 23 konur, en af þeim
hafði um helmingur bein afskipti af stjórnmálum, verkalýðsmálum og kven-
réttindamálum. Sú elsta, Kristjana Hafstein, fæddist 1836 og sú yngsta, Soff-
ía Guðlaugsdóttir, fæddist 1898. Sú sem lengst lifði, Hjaltlína Guðjónsdóttir,
lést 1981. Rúmur helmingur þeirra eru bændadætur, hinar eru dætur presta,
kaupmanna, iðnaðarmanna og sýslumanna. Þær öfluðu sér meiri menntun-
ar en samtíðarkonur þeirra áttu kost á, sem sést best á því, að um helmingur
þeirra stundaði kennslu, þar af voru tvær skólastjórar, tvær voru ljósmæður
°g ein læknir, og í hópnum eru fjórar leikkonur. Þær voru í broddi fylkingar
1 öllum helstu samtökum kvenna frá Hinu íslenska kvenfélagi 1894 til Hús-
rnæðrafélags Reykjavíkur 1935. Allar nema ein giftust og voru margir eigin-
Wanna þeirra í forystu í félagsmálum og í eldlínu stjórnmálanna. Um 700
mannanöfn eru á nafnaskrá og um 200 myndir prýða bókina.
Höfundur segir í ágætri grein um verkalýðsforingjana Jónínu Jónatans-
dóttur og Karólínu Siemsen, að það sé „... hollt faglegum foringjum í vinnu-
markaðsmálum á ofanverði 20. öld að setja sig í spor brautryðjendannna".
^sr Jónína og Karólína urðu einna fyrstar til að gera eitthvað raunhæft í
rr'álefnum verkakvenna í Reykjavík, sem bjuggu við afar bágborin kjör. Báð-
ar voru þær félagar í Kvenréttindafélagi Islands og átti Jónína frumkvæði að
Því, að félagið beitti sér fyrir stofnun Verkakvennafélags íslands 1914. Beinir
það huganum að hinum sterku vinaböndum kvenna, sem voru við lýði í
.ékjavík á þeim árum og sem líka leiddi til þess, að margar verkakonur
Urðu upp frá því virkir félagar í Kvenréttindafélaginu, sem ekki var raunin
rTle<-* félög af þeim toga annars staðar á Norðurlöndum.