Saga - 1987, Blaðsíða 252
250
RITFREGNIR
Björg gerir skil þremur konum, sem fóru vestur um haf, en vesturferðir
voru í algleymingi, þegar margar af konum Bjargar voru að komast til vits og
ára. Er það að vonum, því að fleiri konur en karlar fluttust af íslandi til Vest-
urheims, sem er gagnstætt því, sem annars staðar gerðist. Pær gerðust land-
nemar og fóru auk þess „ótroðnar slóðir á ýmsum sviðum", og voru þekktar
í sinni samtíð. Margrét J. Benedictsson, ritstjóri og útgefandi og forgöngu-
maður í réttindabaráttu kvenna í Kanada, var sveitungi Bríetar Bjamhéðins-
dóttur. Á þeim var tíu ára aldursmunur, „... en merkja má boðleiðir á milli
þeirra", og báðar höfðu pennann að vopni. Margrét menntaðist í skólum í
Norður-Dakóta og síðan í Winnipeg, þar sem hún stofnaði ásamt manni sín-
um prentsmiðju 1897 og tímaritið Freyju, sem hún gaf út í 12 ár og um margt
líktist Kvennablaði Bríetar. Hún aflaði fjár með því að fara í fyrirlestraferðir
um Dakóta og víðar og safnaði undirskriftum undir áskoranir um að veita
konum kosningarétt. Skipulögð kvenréttindahreyfing á upptök sín í Banda-
ríkjunum 1848, og þegar hér var komið sögu var barátta bandarískra kvenna
kröftug og flutti Freyja jafnan fréttir af aðgerðum þeirra. Freyja var fyrsta
kvenréttindablað í Manitóba, og var íslandi þakkað, að í því fylki var konum
í Kanada fyrst veittur kosningaréttur og kjörgengi 1916. Margrét var únítari,
en úr röðum þeirra komu einmitt margar af fremstu kvenfrelsiskonum í
Bandaríkjunum.
Annar vesturfari, sem Björg fjallar um, er Halldóra Guðmundsdóttir
Olson, sem starfaði lengst í Bandaríkjunum, í borginni Duluth í Minnesóta.
Hún var ljósmóðir, breytti heimili sínu í fæðingardeild, sem hún rak í tæpa
þrjá áratugi og gerðist brautryðjandi nýrra starfshátta á því sviði. Þar kenndi
hún stúlkum hjúkrun og yfirsetukvennafræði. Og hún tók virkan þátt í
kvenréttindabaráttunni vestra, flutti ræður og fyrirlestra til stuðnings henni.
Páttur íslenskra kvenna í kvenfrelsisbaráttu í Vesturheimi er sannarlega
þess virði, að hann sé dreginn fram í dagsljósið. Arnrún frá Felli (Guðrún
Tómasdóttir) er yngst þeirra þriggja, og voru aðstæður hennar um margt
ólíkar. Fólk, sem fór vestur fram yfir fyrri heimsstyrjöld, ætlaði að freista
gæfunnar um stundarsakir og „upplifa ævintýrið". Hún var rithöfundur og
Ijósmóðir, og hafði starfað í átta ár sem embættisljósmóðir á Isafirði, þegar
hún hélt vestur um haf 1917. Smásögur hennar birtust hér á landi, einkum í
tímaritunum Eimreiöinni og Iðunni, og vestan hafs í Heimskringlu og Tímariti
Þjóðræknisfélags íslendinga. Smásagnasafn hennar Margs verða hjúin vís kom út
þegar hún stóð á sjötugu. Hún giftist Karli Bjarnasyni, doktor í málvísindum
frá Harvardháskóla og prófessor í Boston til æviloka. Lítill vafi er á því, að
aðalstarf Guðrúnar var að aðstoða mann sinn, því að í þrjá áratugi vann hún
með honum að málvísindum og vélritaði fyrirlestra hans og rannsóknarefni
við háskólann. Pað fer ekki hjá því, að það leiði hugann að Björgu Porláks-
dóttur Blöndal, sem vann ásamt manni sínum í tvo áratugi að samningu
orðabókarinnar, sem við hann er kennd, og gat þá fyrst hafið nám í raunvís-
indum, sem hún lauk doktorsprófi í nokkrum árum síðar. Guðrún var fengin
til þess að setja upp og skrá íslensku deildina í bókasafni Harvardháskóla á
árunum 1931-1933 og kenndi auk þess íslensku við Berlitzmálaskólann í
Boston og samdi sjálf námsefnið, sem þar var notað. Pegar Guðrún var orðin