Saga - 1987, Síða 255
RITFREGNIR
253
Fornaldarsögur Norðurlanda, Danmerkursaga Saxa og Bjólfskviða. í bókarlok er
skrá yfir stuðningsrit, skýringar og nafnaskrá. Þýðing Eysteins Þorvaldsson-
ar er mjög vel gerð og einnig hefur honum tekist mjög vel að fella þýðinguna
að tilvitnunum úr íslenskum fornritum sem mikið er af í bókinni eins og að
líkum lætur. Bókin er prentuð á fallegan pappír og frágangur allur hinn
vandaðasti nema hvað fækka hefði mátt prentvillum.
Meginkostur bókar Anders Bæksteds er hve yfirgripsmikil hún er, hve
mikið er þar tekið með af sögum og öðrum heimildum um hin fornnorrænu
trúarbrögð. Auk íslenskra fornrita er farið um gervallt heimildasvæði Norð-
ur-Evrópu og hvaðeina dregið að sem að haldi má koma til stuðnings þeirri
heildarmynd trúarviðhorfa og hugsunar sem ætla má að hafi verið við lýði.
Bæksted hefur valið þá aðferð að láta heimildirnar tala sem mest sjálfar og
dregur gjarnan saman á einn stað það sem einstakar heimildir hafa að segja
um ákveðna goðsögu eða ákveðinn guð. Reynir hann með þessu móti að
gefa eins fullkomna mynd og um getur verið að ræða hverju sinni. Þessi
aðferð er gagnleg að ákveðnu marki, en stundum er stefnt saman misgildum
heimildum og þá getur samantektin orðið til þess að rugla myndina í stað
þess að fylla hana og skýra. Dómar Bæksteds um heimildir og mat hans á
þeim er yfirleitt hófsamlegt, en stundum skortir nokkuð á að heimildamatið
sé nægilega gagnrýnið.
Hér ber það til að bókin Goð og hetjur í heiðnum sið var upphaflega tekin
saman árið 1943 og byggði þá á rannsóknum á vettvangi norrænna trúar-
bragða eins og þær stóðu um þær mundir. Bæksted lést árið 1968 og hafði því
ekki aðstöðu til að endurskoða rit sitt sjálfur áður en það var endurútgefið. í
aðfararorðum íslensku útgáfunnar segir að bókin hafi verið endurskoðuð
fyrir dönsku útgáfuna 1984, nokkru aukið við en öðru breytt. Ég hef ekki átt
þess kost að bera saman eldri og yngri útgáfu á dönsku, en mér virðist það
því miður nokkuð víða áberandi í bókinni að ekki hefur verið tekið tillit til
hinna viðamiklu rannsókna sem gerðar hafa verið á vettvangi norrænna trú-
arbragða og norrænnar heimildagagnrýni á síðustu fjörutíu árum. Ég ætla að
nefna tvö dæmi um gamaldags viðhorf í bókinni. í fyrra dæminu er um að
ræða úrelta skoðun á fornnorræna goðaheiminum samfara ónákvæmni í
notkun tiltækra heimilda. í kafla sem ber yfirskriftina FRIGG segir á þessa
leið:
FRIGG, húsfreyja Óðins
í upphafi „Vafþrúðnismála" í Sæmundar-Eddu, kvæðis sem fjallar
um heimsókn Óðins til hins vitra jötuns Vafþrúðnis til að reyna speki
hans, er dálítil fjölskyldumynd úr Valhöll: Óðinn spyr konu sína,
Frigg, álits varðandi fyrirhugaða ferð sína. Frigg ræður honum að
sitja heima í stað þess að fara að kljást við þennan jötun sem er allra
jötna vitrastur. Óðinn heldur eigi að síður brott, fullviss um að eng-
inn spekingur geti tekið sér fram, og Frigg getur þá ekki betur gert en
að óska manni sínum góðs gengis í ferðinni.
Hér er Frigg lýst sem jafningja Óðins, jafnhygginni húsmóður.
Samskonar álit á gyðjunni fæst í „Lokasennu" þar sem hún, og ekki
að ófyrirsynju, ræður þeim Óðni og Loka að hætta gagnkvæmum,