Saga - 1987, Page 256
254
RITFREGNIR
opinberum ásökunum sínum (sjá bls. 170). í þessu sama kvæði, og
ennfremur í Snorra-Eddu, er sagt að hún sjái öll örlög fyrir þótt hún
fáist ekki við spádóma, og þau ummæli staðfestast ágætlega með því
að hún gefur manni sínum, hinum alvitra Óðni, ráð. (180)
Bæksted talar hér um fjölskyldumynd úr Valhöll. f Vafþrúðnismálum er
þess hvergi getið að orðræður Óðins og Friggjar eigi sér þar stað og raunar er
Frigg hvergi tengd Valhöll í fornum heimildum. Hún átti sér sinn eigin bú-
stað er nefndist Fensalir. Þá er sú áhersla sem Bæksted leggur á það að Frigg
sé húsfreyja Óöins og jafnhyggin húsmóöir framandi hugmyndaheimi norrænn-
ar goðafræði. Enda þótt vikið sé að því í hinum ýmsu heimildum að einn guð
sé annars maki, þá eru slík tengsl með allt öðrum hætti en hinn hefðbundni
kristni hjúskapur síðari alda hér á Norðurlöndum. Myndin sem Bæksted
dregur upp af þeim Óðni og Frigg gæti minnt á það að hreppstjóri síðari alda
væri að fara á fund sýslumanns og vildi ráðfæra sig við eiginkonu sína áður
en hann legði upp í ferðina. Og þá ekki endilega til að þiggja ráð hennar,
heldur til að leggja áherslu á hve mikilvæga för hann eigi fyrir höndum. Ur
Vafþrúðnismálum og fleiri fornnorrænum heimildum má hins vegar lesa það
að Frigg muni raunverulega hafa verið Óðni snjallari og því hafi það ekki ver-
ið út í bláinn að hann spyr hana ráða í upphafi þessa kvæðis. Og samkvæmt
Vafþrúðnismálum gæti Óðinn vel hafa lagt leið sína til Fensala til að leita
ráða hjá Frigg. í Grímnismálum, sem Bæksted rekur raunar næst á eftir hin-
um tilvitnaða texta, kemur greinilega fram að Frigg er Óðni drýgri hvað vits-
muni og klókindi snertir. í því kvæði kemur einnig skýrt fram að Óðinn er
verr innrættur en Frigg.
Hitt dæmið um gamaldags og úrelta túlkun á fornum texta er tekið úr kafla
þar sem Bæksted ræðir um Vanaguði. Þar víkur hann að Hrafnkels sögu Freys-
goða á þessa leið m.a.:
1 Hrafnkels sögu Freysgoða er mestan fróðleik að finna um tengsl
manns og goðs: Hrafnkell tók sér bólfestu í dal nokkrum á Austur-
landi, varð goði þar og reisti hof. Mesti kjörgripur hans var hestur
sem hann nefndi Freyfaxa og gaf Frey að hálfu. Svo mikla ást hafði
hann á hestinum að hann strengdi þess heit að verða þeim manni að
bana er honum riði án Ieyfis. Trúarfestan verður honum dýrkeypt,
hann vegur smalamann sinn sem af grunnhyggni braut bannið.
Hrafnkatli er ljóst að hann hefur beitt smalann órétti en hann var
bundinn af eiði sínum. Hann býður álitlegar mannbætur en málin
snúast á þann veg að hann er dæmdur til skóggangs á Alþingi.
En þegar hann frétti að fjandmenn sínir hefðu brennt goðahúsið
og drepið gæðinginn Faxa með því að steypa honum ofan af kletti, er
síðan nefnist Freyfaxahamar, þá fannst honum að hinn guðlegi vinur
sinn hefði brugðist sér. „Ég hygg það hégóma að trúa á goð," segir
hann. (132)
Það er að sjálfsögðu rétt hjá Bæksted að í Hrafnkels sögu er gefið í skyn að
Hrafnkell hafi gert sér það ljóst að hann hafi beitt smalamann sinn órétti.
Þetta er hins vegar skilningur höfundar Hrafnkels sögu og samtíðar hans og a
ekkert skylt við hugarheim norrænnar trúar. Þessi tilvitnun verður því ekki