Saga - 1987, Síða 258
256
RITFREGNIR
sögu ísafjarðarkaupstaðar 1867-1920 og rakin saga Eyrarhrepps á sama tíma-
bili. Þetta þýðir að saga áranna 1867-1920 er aðeins hálfsögð með 2. bindi, og
við lestur þess veit maður stundum ekki hvort atriði, sem maður saknar,
koma í 3. bindi, né heldur hvort unnt reynist að forðast að endurtaka í 3.
bindi ýmis atriði úr 2. bindi. Það er skoðun undirritaðs að heppilegt hefði
verið að reyna til þrautar að halda fast við upphaflega áætlun, þ.e. að um
hvert tímabil yrði fjallað í einu bindi og síðan tæki við næsta bindi um næsta
tímabil. E.t.v. hefði mátt láta 2. bindi ná frá 1867 til upphafs vélbátaútgerðar?
Hinu verður þó engan veginn neitað að við lok fyrri heimsstyrjaldar urðu
veruleg umskipti í sögu atvinnulífs á ísafirði, og það fer að mörgu leyti vel á
því að hafa þáttaskil i verkinu við þau tímamót.
12. bindi Sögu ísafjarðar eru býsna margir og sundurleitir efnisflokkar tekn-
ir til meðferðar. Fyrst er rætt um byggingu og vöxt bæjarins, þá um mann-
fjölda og stéttir, síðan um stétta- og hagsmunafélög. Næst kemur kafli um
bæjarbrag og lífshætti, þá eru tekin fyrir skólamál, útgáfumál, bókasafnsmál,
leiklistar- og tónlistarmál og alls konar félagsstarfsemi. Eftir þetta kemur kafli
um kirkjumál, þá er sagt frá einstökum bæjarfógetum og bæjarmálapólitík,
en í lokakafla eru tekin fyrir ýmis bæjarmál, svo sem vatnsveitumál, hafnar-
mál, heilbrigðismál og brunavarnamál.
Mjög umdeilanlegt hlýtur að vera hvernig raða eigi svo fjölbreytilegum
efnisflokkum sem hér er um að ræða. Til greina hefði t.d. komið að hafa kafl-
ann um bæjarbrag og lífshætti aftast, þ.e. á eftir samtíningskaflanum Ýmis
bæjarmál. Þetta hefði m.a. þýtt að ekki hefði orðið mjög langt á milli
umfjöllunar um Skúla Thoroddsen sem bæjarfógeta og þáttarins um Skúla-
málin, sem réttilega er látinn fylla um tíu síður í kaflanum um bæjarbrag og
lífshætti. Með umræddri tilhögun hefði heldur ekki orðið mjög langt á milli
kaflanna um heilbrigðis- og löggæslumál annars vegar og kaflanna um
mataræði og húsakynni hins vegar. En hér er auðvitað um matsatriði að
ræða.
Viðkvæmasta efni bókarinnar eru sennilega Skúlamálin. Þau voru svo sér-
stæð og öllum nærstöddum svo eftirminnileg, að enn er öðru hvoru verið að
fjalla um þau á opinberum vettvangi, mest reyndar af þeim sem aðhyllast
málstað Skúla, sem vonlegt er. Hið nýjasta af þessum toga er leikrit Ragnars
Arnalds, Uppreisn á ísafirði. Ekki er unnt að ganga fram hjá Skúlamálunurn
þegar verið er að semja sögu ísafjarðar, og það veit Jón Þ. Þór. Honum tekst
að ræða um málaferlin miklu og átökin 1892-93 af hlutlægni eftir því sem
best verður séð. Tvær af ályktunum Jóns um málin eru að dómi undirritaðs
einkar athyglisverðar. Á bls. 111 leggst hann heldur gegn þeirri kenningu, að
Skúlamálin hafi í reynd verið stéttabarátta, og á bls. 112 telur hann hugsan-
legt, „að hin hörðu pólitísku átök sem urðu á ísafirði á 3. og 4. áratug þess-
arar aldar, hafi að nokkru verið arfur frá Skúlamálunum." Um hvorugt þess-
ara atriða hafa síðustu orðin verið sögð, en ekki kæmi á óvart þótt ofan-
greindir dómar Jóns ættu eftir að njóta hylli ýmissa sagnfræðinga.
Ekki hefur tekist jafnvel til með alla kafla bókarinnar, enda þess naumast
að vænta. Sérstaklega má gagnrýna ýmislegt í köflunum um mannfjölda og
stéttir. Líklega hefði kaflinn um mannfjölda mátt vera nokkru rækilegri en