Saga - 1987, Blaðsíða 260
258
RITFREGNIR
Iangar klausur. Sem dæmi má nefna, að nærri heil síða (bls. 186-87) fer undir
illvíga klausu úr Þjóðviljanum frá 1888. Vel hefði í staðinn mátt endursegja
efni hennar í stuttu máli.
Undirritaður hefur engan veginn borið bókina saman við heimildirnar í
því skyni að kanna hve traust meðferð Jóns er á efnivið sínum, enda er
nákvæmur samanburður af þessu tagi ekkert áhlaupaverk. E.t.v. hefði þó
mátt taka út fáein sýnishorn til könnunar í þessu skyni. í fljótu bragði séð
virðist texti bókarinnar yfirleitt fremur traustur. Auk þess sem rætt hefur ver-
ið um hér að framan skulu þó tilfærð tvö atriði sem dæmi um hið gagnstæða.
Á bls. 11 er litmynd af Isafjarðarkaupstað og segir þar að hún sé frá árinu
1985, en í raun réttri er hún frá árinu 1980 fremur en 1981, og má dæma um
þetta af stöðu einstakra byggingaframkvæmda á myndinni. - Þá sýnist
undirrituðum, að tilvitnanir neðst á bls. 312 hafi ruglast eitthvað.
Á það er auðvitað að Iíta að bók sem er svo full af alls konar efnisatriðum,
oft smáum, sem 2. bindi af Sögu ísafjarðar, getur ekki verið villulaus. Spyrja
má þó, hvort e.t.v. hafi helst til mikil áhersla verið lögð á að bindið yrði að
koma út ekki síðar en á kaupstaðarafmælinu 1986.
Hér skal samt tekið fram til að forðast allan misskilning, að ekki er mikið
um prentvillur í þessari bók, og frágangur hennar er að flestu leyti til fyrir-
myndar. Mjög margar myndir prýða bókina. Prentun þeirra hefur að jafnaði
tekist vel. Fáeinar eru þó svo óskýrar að þær geta naumast talist frambærileg-
ar. Þetta á við um sumar mannamyndir, t.d. myndina af sr. Sigurði í Vigur
á bls. 181, og um myndir af einstökum blaðsíðum úr blöðum þeim sem gefin
voru út á ísafirði á tímabilinu sem í hlut á.
Jóni Þ. Þór og Sögufélagi Isfirðinga skal hér með þakkað fyrir þessa fróð-
legu, snotru og eigulegu bók. Vonandi birtast 3. og 4. bindi einnig á prenti
áður en mjög langt um líður.
Björn Teitsson
P.E. Kristian Kálund: ÍSLENZKIR SÖGUSTAÐIR I-IV.
Islensk þýðing Haraldur Matthíasson. Reykjavík 1984-
1986. I. 254 bls.; II. 221 bls.; III. 150 bls.; IV. 150 bls. texti
auk skráa um staðanöfn, mannanöfn, atriðisorð og um rit
sem vísað er til og hvar það var gert um 90 bls. að auki.
Á liðnum árum hefur gripið um sig mikil rómantík meðal bókaútgefenda
sem lýsir sér í því að þeir gefa út bækur sem fjalla um ísland og komu á prent
á síðustu öld eða fyrr. Hér á ég við mismerkilegar ferðabækur og aðrar lýs-
ingar á landi og þjóð sem settar hafa verið saman. Þessar bækur eru gjarnan
í miklum og dýrum útgáfum, eiginlega viðhafnarútgáfum, enda lýsir það
best formi og tilgangi útgáfunnar. Frá þessu eru heiðarlegar undantekning-
ar, s.s. heimildaútgáfa Árnastofnunar, Frásögur um fornaldarleifar (Sveinbjörn
Rafnsson, Rvk. 1983), útgáfa Sögufélags á Crymogeu, riti Arngríms lærða